léttfimmtug

mánudagur, febrúar 28, 2005

403-407 / komin heim

Þá er ég komin heim gjörsamlega útkeyrð líkamlega en í sjöunda himni tilfinningalega. Allt gekk upp hjá mér og eina ferðina enn (í þriðju utanlandsferðinni) náði ég að halda mig við mínar vigtuðu og mældu máltíðir. Hótelið sem við vorum á var að vísu með morgunverði, en ekki innan þess ramma sem ég held mig við, og þá kom vanillu skyr.is, G-mjólk, niðursoðinn ananas í eigin safa, hveitikímið að góðum notum.

Ég hafði með mér samlokugrillið og steikti mér þannig hveitikímskökurnar mínar, sem ég nýtti mér í hádegismatinn. Oftast var bara farið á Starbucks og keypt kaffi og nestisboxið dregið upp ásamt vigtinni og dásamlegur hádegisverður snæddur - að sjálfsögðu við augngotur annara neytanda.

Enn og aftur voru það indversku veitingastaðirnir og forvitni þjónanna sem björguðu húmornum, þessar elskur sem ekki skildu hvers vegna tvær grannar konur gátu torgað þetta miklum mat.

Ég fór í mat til ensks vinar míns, dætra hans, kærustu og tveggja vina - og var eldaður fyrir mig matur sem ég gat borðað og allt kvöldið fór í að ræða átfíkn og þetta að hafa stjórn á lífi sínu. Þarna voru vinir í raun sem sáu ekki tilgang í því að ota að mér mat sem ég ekki borða - að sjálfsögðu var smá bresk stríðni í gangi en það var bara fínt.

Á flugvellinum í gærkveldi vorum við næstum búnar að missa af vélinni, þar sem við vorum á síðustu stundu að klára matinn okkar - með þjónana í kringum okkur sem ekki skildu hvað magn þetta var sem við vorum að láta ofan í okkur - smá augngotur svona útundan sér, en ég upplýsti bara viðkomandi að þessar tvær konur væru búnar að missa samtals 79kg.

Keypti mér gallabuxur no 29 og Karen Miller dragt no 40... og bage há stígvél, boli og fleira fallegt handa mér - ekkert handa eiginmanninum nema súkkulaði og rauðvín - og svo falleg föt handa barnabörnunum. Alltof margir peningar sem eyddust af kortinu mínu, en ég var að verðlauna mig góðan árangur síðasta ár.

Á ráðstefnunni hitti maður menn og konur sem eru búin að vigta og mæla í áratugi og allt var þetta mjög grannt fólk, heilsusamlegt í útliti og með innri ró og sátt. Ég allavega fékk mikið út úr því að hitta aðra gsa.is félaga frá mismunandi löndum.

6 Comments:

  • Frábært að heyra að það var svona gaman,

    kv. Hildur

    By Anonymous Nafnlaus, at 28. febrúar 2005 kl. 17:23  

  • Gaman að heyra hvað ferðin heppnaðist vel :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 28. febrúar 2005 kl. 18:33  

  • Oh my. Það er greinilega svaka fjör. Gott að heyra hvað gengur vel ;)

    Pavlova

    By Anonymous Nafnlaus, at 1. mars 2005 kl. 03:08  

  • Æðislegt skutla...það er svo gaman að kaupa sér föt sem eru í ,,fallegum,, stærðum :) Þú ert algjör hetja fyrir það að mæla alltaf og halda þínum lífstíl sama hvað á gengur þumall fyrir þig!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1. mars 2005 kl. 11:18  

  • Æðislegt hjá þér að splæsa svona flott á þig, þú átt það svo sannarlega skilið, ekkert smá árangur hjá þér ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1. mars 2005 kl. 23:54  

  • æ ég gleymdi að kvitta kv Maja

    By Anonymous Nafnlaus, at 1. mars 2005 kl. 23:55  

Skrifa ummæli

<< Home