léttfimmtug

föstudagur, mars 11, 2005

414-416 / frábær dagur

Þegar sólin skín þá er yndislegt að vera til :-) - en það er satt, það er mjög gott að vera til og vera komin nánast í kjörþyngd. Sumarið framundan og maður getur skartað sjálfum sér léttklæddum heima og að heiman.
Ég er svosem ekki í megrun, ég hef breytt um lífstíl og held áfram því sem ég er að gera.
Byrjaði að bæta á mig mat, 20gr af kjöti eða fisk í hádeginu og á kvöldin og heilum 80gr af mjólkurvörum á morgnana. 80 gr af grænmeti í hádeginu og 100gr á kvöldin. 40 gr viðbót af ávöxtum á morgnana. Ég varð dálítið hrædd í byrjun að bæta við mig því óttinn um að þyngjast er svo rótgróinn í mér, en ég ákvað að treysta og ég get þá alltaf dregið í land ef ég þyngist - kemur í ljós - ég er enn á grenningarstigi, en þessar breytingar eru gerðar afþví að við reiknuðum únsu fjöldann ekki réttann á móti grömmunum.
Ég hlakka til komandi helgar, að þrífa íbúðina mína og bregða síðan á leik með barnabarninu mínu, sem er statt á landinu - skottast svona smá í Smárann og í bíó.
Hafið það sem best um helgina.

1 Comments:

  • En gaman að þú sért svo heppin að hafa barnabarnið þitt á landinu..Mamma mín hefur ekki séð mínar dætur síðan jólin 2002 njóttu þín bara í æð ...Kveðja Frá Fort worth Texas.

    By Anonymous Nafnlaus, at 14. mars 2005 kl. 23:38  

Skrifa ummæli

<< Home