408-411 / enn ein sukkhelgin
Jæja, ég bara hreinlega hef ekki tíma til að pósta mikið hérna. Lífsorkan er að ganga af mér dauðri, ekki í beinni merkingu, en ég bara er að drukkna. Vinna, skóli, ritgerðir og próf dynja á mér.
Það kemur mér alltaf á óvart hvað ég er að komast í gegnum daginn án þess að detta í kolvetni og þá sérstaklega þegar svona mæðir á mér - og NB, ég er ekki með fullt hús af börnum, eins og ein sem er með mér í skólanum - 2 börn, full vinna og 16 einingar á önn - ég væri á kafi í sukkinu ef ég væri í hennar skóm.
Fór á Heitt og Kalt í hádeginu og vigtaði og mældi daman fyrir mig - það var alveg ágætis matur þar, en samt kýs ég það sem ég elda sjálf - og sérstaklega auralega séð hihihi - það er svo undarlegt hvað þetta er auðvelt að gera sína hluti og láta umhverfið ekki trufla sig.
Er á leiðinni á Hótel Örk á morgun á árshátíð og kem ég heim á sunnudag - er búin að senda matseðilinn minn þangað og á ekki von á öðru en góðu. Maðurinn minn býður mér upp á nudd þar í bæ þannig að ég næ að slappa af smá - verð samt að lesa á brjálað bæði laugardag og sunnudag svo námið fari ekki í hundana. Verst hvað ég er mikill frestunarsinni :-)
Ég hlakka til að spóka mig í flottum fötum og finna muninn á mér núna og í fyrra þegar ég var nýbyrjuð í mínu fráhaldi 27kg þyngri en ég er í dag.
Óska ykkur öllum góðrar helgar.
4 Comments:
Góða skemmtun :) kv Maja
By
Nafnlaus, at 5. mars 2005 kl. 00:08
Þú ert svo dugleg með vigtina út um allan bæ, dáist að staðfesunni í þér :-)
By
Nafnlaus, at 6. mars 2005 kl. 00:14
Vonandi var gaman á árshátíðinni. Gaman að heyra að þér gengur svona vel og gangi þér vel í skólanum :)
By
Hildur, at 6. mars 2005 kl. 17:02
vá þú ert ekkert smá dugleg.. lætur ekki árshátíð stöðva þig ein og sumir !! * hóst* kveðja hlunka
By
Nafnlaus, at 6. mars 2005 kl. 18:15
Skrifa ummæli
<< Home