léttfimmtug

föstudagur, mars 18, 2005

417-425 / Vigtunardagur

Það fóru 2.3kg þennan mánuð og ég sem bætti á mig bæði próteini og grænmeti, sem um munar. Alls eru farin síðan 18.1.2004 28.2kg og er ég orðin 61.1kg.

Nú þarf ég að fara að hugsa alvarlega um hvar ég ætla að setja kjörþyngdina mína, fyrst var ég að hugsa um 65kg, svo 62kg, núna 60kg og svo veit maður ekki.

Hvað á 51 árs 159cm kona að vera þung? Ekki getur maður verið á sama þyngdarróli og þegar maður var tvítugur!!! Gengur ekki upp afþví húðin teygist og maður verður og teygður og hrukkóttur. Líkamshúðin er líka lausari, en samt er ég þokkalega ánægð með ástandið.

Mér finnst gott að vera búin að bæta á mig mat, og ætli ég hafi þetta ekki bara þannig að ég taki ákvörðun 18. apríl um hvort ég stoppi þá í léttun og fari í viðhaldsprógramm.

Kemur í ljós.

5 Comments:

  • Frábær árangur hjá þér krútta! Ég er sammála því sem Lilja sagði..held að það sé ekki sniðugt að fara mikið undir 60 kg..bara vera á því róli svona 58-60. Annars er sniðugt hjá þér að taka ákvörðun 18.apríl. Þú ert hetjan!

    By Anonymous Nafnlaus, at 18. mars 2005 kl. 23:07  

  • Alveg hreint frábært hjá þér, persónulega finnst mér að þú eigir nú ekki að taka mikið meira af þér. Þú lítur hreint frábærlega út og ef þú ferð að fara niður fyrir 60 að þá er bmi-ið hjá þér farið að nálgast 22. Ég segi 60-62kg ekki mikið niður fyrir það.

    By Anonymous Nafnlaus, at 19. mars 2005 kl. 09:52  

  • Ég hef ekki séð þig skvísa þannig að ég get ekki dæmt um það... þú verður eiginlega að finna það sjálf út... jaaa ekki nema að þú viljir svipta af þér hulunni og sýna okkur fyrir og eftir myndir... það væri nú rosalega gaman :D Annars finnst mér ekki neitt voðalega flott að vera of grannur... ekki fremur en að vera of feitur... en ég gæti nú trúað því að þú sért orðin flott eins og þú ert skvísa :) Vil óska þér enn og aftur til hamingju með þennan glæsilega árangur :D

    By Blogger lalala, at 19. mars 2005 kl. 13:32  

  • Vá til hamingju - þetta er stórglæsilegur árangur hjá þér :) Þú ert svo ótrúlega mikil hetja, vildi að ég hefði þennan viljastyrk sem þú hefur.

    By Blogger Ágústa, at 19. mars 2005 kl. 17:30  

  • Frábært hjá þér, mér finnst þú vera rosa flott eins og þú ert núna mátt ábyggilega ekki við því að léttast meira, vertu bara duglega að halda þessu sem hefur ávinnst HÚRRAAAAAAAAAAAA FYRIR ÞÉR :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 22. mars 2005 kl. 20:31  

Skrifa ummæli

<< Home