léttfimmtug

sunnudagur, febrúar 20, 2005

398-399 / setti inn uppskriftir

Ég setti inn uppskriftir á MSN grúppuna - sá að vantaði grænmetisrétti og bætti úr.

Vaknaði rétt fyrir níu og dreif mig framúr til að fá mér helgar pönsuna mína, eplið og cappucinoið. Mjög gott að vakna svona hress.

Er að drífa mig úr húsi núna og ætla í ræktina, brennsla og smá lyftingar. Í gær dreif ég mig í rúmlega klukkutíma göngu, en jöfn ganga er víst sögð auka brennsluna og ætla ég að byrja aftur að ganga í hádegishléinu mínu. Svo held ég að sjálfsögðu áfram að mæta þrisvar í viku klukkan rúmlega sex í einkahópþjálfun til að forma skrokkinn smá.

Í gær þegar ég var að ganga þá mundi ég eftir mér og bumbubönum fyrir rúmu ári síðan, þegar ég var að mása og blása á sömu gönguleið og við fórum meðfram sjónum. Ég vil líka deila með ykkur einni reynslu - víðáttufælnin sem hefur hrjáð mig í áratugi, ég bara finn hana ekki. Um daginn fór ég meðfram sjónum í kulda og myrkri og þar hafði ég fengið mega felmtursröskunarkast í nóv. 2003 með bumbubönum sem björguðu mér en um daginn þá bólaði ekki á neinni hræðslu og mín þrammaði þetta áfram ásamt ekta maka. Í gær hinsvegar fór ég ein svona ytri hverfishring og ég tiplaði yfir opin svæði (sem áður fyrr gerðu það að verkum að ég nánast lamaðist) og ekkert gerðist nema djúp ánægja með að ganga og anda að sér fersku loftinu. Getur það verið að ofneysla sykur og annara flókinna kolvetna gjörsamlega trufli taugakerfið??? Ég er ekki alveg að skilja þennan bata sem ég er búin að vera í að undanförnu :-)

Ekki spurning, ég held áfram að vigta og mæla og halda mig frá einföldum kolvetnum sem "fokka" upp systeminu mínu.

Ein að fara í ræktina og lesa undir próf.

4 Comments:

  • Frábært hvað þú ert alltaf dugleg og jákvæð, þú ert sönn fyrirmynd okkar hinna kv Maja

    By Anonymous Nafnlaus, at 20. febrúar 2005 kl. 23:33  

  • Gott að heyra hvað þér líður vel. Sérstaklega að flemtursröskunin sé að baki.
    Ég er svo stolt af þér :)
    kv. Hildur

    By Anonymous Nafnlaus, at 21. febrúar 2005 kl. 09:57  

  • Gott að þér líður vel og að fælnin sé að batna.. :)
    Spá í þessum einkaþjálfunar hóp? Eru þið þá nokkrar saman í einkaþjálfun? Hvað margar? Spá í þessu fyrir mig og vinkonu mína þegar hún kemur suður í skóla í haust :) og ein í viðbót..td 3-4 saman.. haldiði/heldur þú að einhver þjálfari taki svona margar saman?

    By Anonymous Nafnlaus, at 22. febrúar 2005 kl. 15:57  

  • Þú ert ekkert smá dugleg að hreyfa þig. Sannkölluð fyrirmynd ;)
    Og gott að flemturröskunin sé að baki. Þetta er erfitt vandamál sem þér hefur tekist að vinna á. Glæsilegt ;)
    Gangi þér sem best

    Pavlova

    By Anonymous Nafnlaus, at 22. febrúar 2005 kl. 23:00  

Skrifa ummæli

<< Home