435-440 / Gerrit lifir enn
Ég er enn á lífi og virðist vera orðin vikulegur bloggari. Allt við það sama og rútínan breytist ekkert.
Fór í búð í dag og keypti mér fallegan grænan boli í SMALL!!!! síðan keypti ég mér breiðröndótta græna, svarta og appelsínugula hnésokka, rauða og bláa öklasokka og ljósgræna hnésokka. Hef semsagt sagt skilið við svarta klæðnaðinn sem ég bar á herðum mínum öll mínu feitu ár -
Nú er liturinn aftur kominn á mína kálfa, kvartbuxur og bol í stíl við sokkana sem príða smáa fætur í skóm á háum hælum.
Aftanfrá séð er ég sem unglingur, en óvei, snúi daman sér við þá skín í glettin augu bak við breið gleraugun, djúpar hláturhrukkur og gránandi vanga -
Ég er að borða góðan mat, ég á yndislegan mann, frábæra dóttur og barnabörn, ég er heilsugóð, laus við kvíða og fælni, ég stunda fullt nám á kvöldin, ég hlakka til að sofna til að geta vaknað aftur að morgni nýss dags og haldið áfram að gleðast yfir því hvað lífið er mér gjöfult - hvað vil ég meira? jú, eilífa æsku og þroska roskinnar konu. Ahhhh, æskuna hef ég fengið aftur og svo er ég þroskuð kona á sextugsaldri - takmarkinu náð að því er virðist!!!!
6 Comments:
Maður finnur vellíðanina svo vel í gegn um það sem þú skrifar, ég hlakka til þegar mér fer að líða svona vel með sjálfa mig. Það gerir mig enn ákveðnari að ná markmiði mínu :-)
By
Nafnlaus, at 4. apríl 2005 kl. 22:24
ég er svo sammála krúttbollu, mér finnst þú standa þig frábærlega og maður öðlast kraft við að lesa bloggið og sjá að allt er hægt:)
gangi þér vel
By
Nafnlaus, at 6. apríl 2005 kl. 20:18
það er svo gott að lesa bloggið þitt,ég er sammála krútbollu maður finnur í geng hvað þér líður vel, og það er góð hvatning kv Maja
By
Nafnlaus, at 6. apríl 2005 kl. 20:19
Gaman að heyra í þér í dag, stóðst þig með sóma og sann. Er ekki komin tími á kaffihúsið?
By
Nafnlaus, at 6. apríl 2005 kl. 21:04
Vá þú ert æði maður...sá þig í sjónvarpinu (ja sá og sá ekki heheh) þú ert sko hetja að þora þessu...ég hefði ekki þorað að koma svona fram fyrir alþjóð! Hetja hetja og aftur hetja!
By
Nafnlaus, at 7. apríl 2005 kl. 23:25
Hæ sætust....frétti að þú værir orðin rosalega mikil pæja, væri gaman að hitta þig og sjá nýja og breytta þig.
Gangi þér áfram svona vel.
kv. Áskorun
By
Nafnlaus, at 8. apríl 2005 kl. 14:44
Skrifa ummæli
<< Home