441-446 / Er að fara úr bænum
Jæja kellur, þá er ég að fara úr bænum í kvöld vestur á Snæfellsnes. Nokkrar ofætur sem ætla að eyða helginni saman í að stilla saman átaksstrengi sína. Ég þekki bara eina þeirra en hlakka til að kynnast fleirum sem eru að vinna í átpúkanum sínum og gera eitthvað í sínum málum.
Ég er enn að og hef verið heiðarleg í því sem ég er að gera einn daga í einu. Ég ætla líka á morgun að vera heiðarleg í matnum mínum.
Búin að pakka niður reiðinnar ósköp af mat og svo vigtinni minni - gönguskóm og hlífðarfatnaði.
Eigið góða helgi.
2 Comments:
Æðislegt að fara svona í burtu saman. Vonandi var helgin frábær...eins og þú :)
kv. Áskorun
By
Nafnlaus, at 12. apríl 2005 kl. 13:05
Vonandi skemmtiru ther vel ;)
By
Lilja, at 14. apríl 2005 kl. 07:27
Skrifa ummæli
<< Home