léttfimmtug

föstudagur, apríl 15, 2005

447-453 - og lífið er enn jafngott

Mér líður enn mjög vel bæði inní mér (sálinni), í lífærunum og stoðkerfinu. það eina sem hrjáir mig nú orðið er tímaleysi og í dag svefnleysi (fór að sofa kl. að ganga 2 í nótt) afþví það er svo gaman að vera til.

Ég hef sjaldan verið svona aktíf í mannlegum tengslum. Ég fel mig ekki lengur heima í fýlukasti afþví ég er úttútnuð og aum allsstaðar. Ég nýt þess að vera meðal fólks og ég hef breytt eftirnafni mínu í Bros, finnst það við hæfi þar sem ég syng og tralla nánast alla daga. En svona samt til að vera heiðarleg, þá er ég ekki skaplaus og rýk upp af gömlum vana reglulega!! hihihi.. maður má ekki breytast alveg í öllu og einu, eitthvað verður að vera eftir.

Ég eins og fleiri í hér fór og keypti mér gallapils í Hagkaupum, no 38 sem er eiginlega of stórt, en það var ekki til pils í stærðinni 36 - ég hlýt bara að geta skellt því á suðu og minnkað það þannig? eða hvað? þið frómuðu húsmæður?

Á mánudag er vigtunardagur og á ég von á að standa í stað eða hafa bætt á mig - ég hef nefninlega verið að bæta á mig mat og verið of dugleg við að steikja eplið mitt í smjöri á morgnana, sykra það með xylitoli og kanil og setja út í vanilluskyrið mitt. En það er ekki að trufla mig, ég er komin í það góða þyngd að ég á ekki að vera að kvarta. Svo er ég líka komin á þann aldur að ef ég grennist of mikið þá verður húðin teygð.

Svo eru próf framundan hjá mér og ég bara læri ekki heldur tek sjens á því að ná prófum af því ég er svo lífsreynd - en samt, mikið hlakka ég til að geta slakað á eftir vinnu og jafnvel farið að fara aftur í líkamsrækt eða sund - og svo hlakka ég líka svo til sumarsins.

4 Comments:

  • Hm .. þetta með pilsið .. er það stretch þá veit ég ekki með það sko ... Vona að einhver færi þér visku :o) Gangi þér vel í prófunum ;o)
    Kv. Hafdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 15. apríl 2005 kl. 13:05  

  • Þú gleymdir alveg að segja okkur hvernig seinasta helgi var ?? Annars er gaman að heyra hvað þér líður vel. Gangi þér vel í prófunum :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 15. apríl 2005 kl. 15:29  

  • Gangi þér súpervel í prófunum krútta...þú stendur þig alltaf jafn vel og frábært hvað þú ert alltaf jákvæð og brosir framan í lífið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 15. apríl 2005 kl. 19:31  

  • Helgin var frábær og ég lærði heilmikið. Ég komst líka að því hvað ég elska fráhaldið mitt og hvað það er gott að vera í þessum aga sem ég er í . Ég tók með mér mat því annars hefði ég dottið í það, og það reyndist því maturinn var of kolvetnamikill fyrir mína línu. Svo var líka yndislegt að vera með konum sem eru að vinna í sínum málum, hvort heldur sé að sætta sig við að vera feitur eða gera eitthvað í því - þetta var fínt andlegt kikk

    By Blogger gerrit, at 15. apríl 2005 kl. 22:26  

Skrifa ummæli

<< Home