Sátt þar sem ég hef verið á skjön við matardagbókina mína. En það þýðir ekkert að vera með hálfkák. Gerum betur næsta laugardag. Búin að vera á flakki í dag og er bara í fínu stuði.
Ég er fimmtug gella. Þegar ég byrjaði í mínu átaki 18. janúar 2004 þá vóg ég 89.3kg en ég er bara 159cm á hæð. Ég hef borða þrjár kolvetnasnauðar stórar máltíðir á dag síðastliðna fimmtán mánuði og það eru farin 27.8kg. Ég á eftir 2kg í kjörþyngd, og þá tekur við hin raunverulega barátta, að halda kjörþyng og þyngjast ekki aftur eins og gjarnan vill verða að loknu átaki.
Í júní 2005 hætti ég að vigta og mæla, bætti á mig 20kg. Í júní 2006 byrjaði ég aftur að vigta og mæla, hef losnað við ca. 14 kg, ég á nú eftir ca. 5-7 kg í kjörþyngd
6 Comments:
Frábært!!! 1/2 kg er 1/2 kg og það er alltaf gott þegar vigtin fer niður á við.
Gangi þér vel í næstu viku
By
Hildur, at 23. október 2005 kl. 09:54
Til lukku með smjörlíkisstykkið :)
By
Nafnlaus, at 23. október 2005 kl. 21:59
Allt niður er auðvitað bara frábært :) Besti árangurinn kemur þegar maður vigtar upp á gram og skráir allt samviskusamlega niður :)
By
lalala, at 24. október 2005 kl. 08:04
Glæsilegur árangur hjá þér skutla! Mundu að allt niður er gott!
By
Nafnlaus, at 24. október 2005 kl. 10:13
dugleg stelpa gangi þér vel(:
By
Nafnlaus, at 24. október 2005 kl. 11:26
Er ekki allt gott sem er niður á við? Bara misgott ;o)
Kveðja, Paid
By
Nafnlaus, at 25. október 2005 kl. 22:12
Skrifa ummæli
<< Home