Mér leiðist að nota erfiðleika sem afsökun!
En tveggja ára helvíti er að ljúka hjá mér þessa dagana með dómi í hérðasdómi vafalaust mér í hag, sem þýðir að ég fæ æruna til baka og þarf ekki að að byrja aftur á fátæktarreit. Mér líður eins og í lausu lofti þar sem spennan er búin að vera þvílík síðan í ágúst 2004 og það er eins og að ég hafi misst vin, vin sem samt sem áður hefur hryllileg áhrif á mig.
Ég eins og flestar ofætur hellti mér í át á hinu og þessu, bara til að halda uppá. Hér áður var það til að svæfa óþæginda tilfinninguna.
Ég byrjaði daginn í dag á DDV matarplani og ætla mér að halda því í dag. Fer síðan eftir hálftíma á OA ráðstefnu og hlusta á ofætur (bandarískar) sem eru búnar að vera í bata í kjörþyngd í tugi ára.
Lífið er ekki alltaf rósargarður en svo sannarlega í dag er hann hreinn hvítur garður með stillu þvílíkri að ég heyri sálina hvísla að mér að matarplanið mitt héðan í frá verður í lagi, að ég eigi eftir að eignast bata frá hömlulausu ofáti.
DDV verður mitt matarplan.
7 Comments:
Gangi þér vel með þetta allt saman. -knúsl- Lotta
By
Nafnlaus, at 29. október 2005 kl. 10:33
Æðislegt að þú sjáir fyrir endann á erfiðleikum þínum. Nú er bara um að gera að koma 100$ í hópinn :-)
Gangi þér rosalega vel!!
By
Ég sjálf, at 29. október 2005 kl. 10:54
Gott að heyra að það er allt í lagi hjá þér!! Þú mannst að þú hefur okkur þegar þú vilt tjá þig, getur alltaf sent mér email ef þú vilt. 100% trúnaði heitið :o)
By
Hildur, at 29. október 2005 kl. 21:57
Segi það sama og Hildur ef þú vilt eyra þá er ég líka til staðar :) Gott að þér líður betur heillin, við berjumst saman í baráttunni og nýtum okkur ddv :) Hlakka til að sjá flotta matseðla hjá þér í framtíðinni enda ertu snilldarkokkur held ég :)
By
Nafnlaus, at 31. október 2005 kl. 10:04
Gangi þér vel með þetta allt saman, gott að sjá að erfiðleikar þínir eru senn á enda :o)
Kv. Paid
By
Nafnlaus, at 31. október 2005 kl. 22:49
ooo gott að allt er á réttri leið(:gangi þér allt í haginn..
By
Nafnlaus, at 3. nóvember 2005 kl. 16:33
Hvernig gengur skvísa?
By
lalala, at 9. nóvember 2005 kl. 12:50
Skrifa ummæli
<< Home