léttfimmtug

þriðjudagur, desember 27, 2005

Dagur 1 :-)

Þá er ég byrjuð á degi 1 skv. mínu gamla plani. Þrjár máltíðir á dag og ekkert á milli mála, allt vigtað og mælt.

Ég er búin að vera í hálfs árs falli og búin að bæta ansi miklu á mig, hef samt ákveðið að fara ekki á vigtina strax heldur halda mig við mína vigtaðar og mældu máltíðir sem ég nota bene skrifa niður og sendi til sponsor á hverjum degi. Þetta virkaði í sautján mánuði og ég held ég sé komin í gírinn aftur.

Einnig er það nauðsynlegt að ég passi það sem ég set ofan í mig, því ég er að greinast með Meniere sjúkdóminn og hluti af því að halda honum niðri er matartengt - ég var hress og kát og ekki með neitt líkamlegt vesen þegar ég var í fráhaldi, síðustu sex mánuði hefur vefjagigtin verið að versna, ég er komin með verki í liði, ristilinn er óþægur og síðast liðnar þrjár vikur hef ég verið í einu hringlanda kasti, sviminn svo ógurlegur að ég hef þurft að halda mig við rúmið.

En, nú er ég farin að taka ábyrgð á eigin líðan og byrja á að borða hollt og gott.

1 Comments:

  • Mikið óskaplega eru þetta góðar fréttir :) Ég hafði áhyggjur af þér dúlla. Þú ert svo mikil kjarnakona að ég veit það að þér tekst að komast á beinu brautina aftur, við erum jú mannleg og getum gert mistök, þú átt eftir að ná aftur fyrri heilsu og þá fer þér að líða betur. Hafðu það sem allra best og ég hlakka til að lesa pistlana frá þér í framtíðinni - þú ert nefnilega svo góður penni.

    By Anonymous Nafnlaus, at 28. desember 2005 kl. 09:21  

Skrifa ummæli

<< Home