léttfimmtug

föstudagur, desember 02, 2005

Hugleiðingar/Staðhæfingar

Þannig er nú mál með vexti með mig: Ég var í góðu fráhaldi og léttist eins og gengur og gerist jafnt og örugglega á þeim 17 mánuðum sem ég var á mínu matarplani. Svo batnaði mér offitan og ég taldi mig geta etið eins og venjulega manneskju.

Staðan í dag, kemst ekki í fráhald, ét eins og "piggy" og stækka samkvæmt því.

Ég er stödd í stigvaxandi sjúkdómsferli sem ég í augnablikinu næ ekki að stoppa, eða vil ekki stoppa. Ég er alltaf að byrja á morgun.

Ég dæmi mig ekki og veit að annaðhvort kemst ég aftur á þann stað sem ég var og fer að borða til að næra mig eða að ég enda aftur í mjög feitum og óhraustum líkama.

Ég er líka þannig innrætt að ég er ekki sátt við að vera feit, því það er vont bæði líkamlega og andlega.

5 Comments:

  • - Elskan mínn ekki hætta - fræg stjórnmálakona sagði - ég hef aldrei tapað bara gengið mismunandi vel - fáðu þér nú mikið af góðum ávöxtum - mikið - og gönguferð - píndu þig til að brosa því þú er mögnuð og átt að hugsa um sjálfa þig......brosa núna við tölvuna.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 2. desember 2005 kl. 23:12  

  • Kæra vinkona. Þú verður að taka þig taki og komast út úr þessu, annars fer allt í sama farið aftur.Gangi þér vel og Guð veri með þér.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3. desember 2005 kl. 00:16  

  • Elsku Ólöf. Hættu bara þessu ströggli, settu málin í hendur æðri máttar og treystu honum. Breyttu því sem þú færð breytt og sættu þig við það sem þú færð ekki breytt, og mundu: "Einn dag í einu."

    By Anonymous Nafnlaus, at 3. desember 2005 kl. 00:17  

  • Oh hvað ég var glöð að sjá skrifin þín aftur en líka leið að heyra að þér gangi ekki vel. Ég segi eins og hinar, ég veit vel að þú getur þetta, taktu bara þinn tíma í þetta og láttu okkur vita hvernig gengur. Ég veit vel að þú munt hrökkva í gírinn aftur!!!

    Gangi þér vel...
    Knús frá DK!!

    By Blogger Hildur, at 6. desember 2005 kl. 09:34  

  • Guð hvað ég skil þig ... ég er búin að vera í sömu stöðu og þú. Er búin að éta á mig allt sem að var farið af á síðasta ári og gott betur en það. En ég veit að næsta ár verður árið mitt. Vona bara að það verði þitt ár líka :o) Við getum þetta allveg. Einn dagur í einu og svo kemur þetta.
    Kv. Hafdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 16. desember 2005 kl. 10:22  

Skrifa ummæli

<< Home