léttfimmtug

fimmtudagur, desember 29, 2005

Dagur 3

Ég er í fríi í dag svo ég svaf lengi frameftir. Maður er alltaf dálítið ruglaður þegar svefninn verður svona langur.

Dagur þrjú í dag og ég er sátt. Ég fann fyrir smá söknuði í gær og var döpur, döpur afþví að ég ætla ekki að fæða "sjúkdóminn minn" - ég ætla að halda mig við fæðutegundir sem viðhalda ekki fíkn og vera mér meðvituð um hvernig, hvar og hvernær ég borða. Ég vissi svo sem að dapurleikinn myndi koma því ég er að taka í burtu eina félagann sem samþykkti allt ég ég vildi, jafnvel það að ég væri að borða mér til óbóta.

Ég er ekki svöng á milli mála, en það gefur samt tómleikatilfinningu að vera ekki með ofurfullan maga svo þungan að maður hugsar ekki eða finnur ekki fyrir neinum tilfinningum.

Mér er illt í öllum liðum, en það er afraksturinn af gengdarlausu ofáti síðast liðna mánuði, ég veit að þetta gengur til baka, ég veit að þrekið kemur aftur og ég veit að bráðum fer ég á rósrauða skýið sem fleytir mér áfram dögum ef ekki vikum saman. Síðan koma dagar þar sem ég held að mér sé óhætt að borða hvað sem er, vissan um að átköstin hafi bara vera á erfiðleikatímum í lífi mínu. Röddin mun hvísla að mér að ég þurfi ekki að passa það sem ég læt ofan í mig og þá fara kílóin að hrannast á mig aftur, mér fer að verða illt í líkamanum og ég fer þá aftur að taka eftir hvað mér líður oft á tímum skringilega andlega.

Ég nota þá sem vita hvað ég er a ganga í gegnum mér til stuðnings því það er besta leiðin til að halda sér frá hömluleysi.

Einn dag í einu tekst mér að lifa góðu lífi á sátt og samlyndi við mig og aðra menn.

1 Comments:

  • Gott að heyra að þú sért byrjuð aftur! Langaði bara að senda þér eitt jólaknús og vona að þú hafir það rosalega gott :) Gangi þér áfram vel

    By Blogger Hildur, at 29. desember 2005 kl. 18:05  

Skrifa ummæli

<< Home