léttfimmtug

föstudagur, október 27, 2006

Dagur 143 - Stressuð

Fór í innskrift á gamla Borgarspítala í gær. Guð minn góður, þvílík skriffinnska og bið, heilir 5.5 tímar sem fóru í hjartalínurít, bið hálftími, spjall við svæfingalækni 15 mín, bið 1 klukkutími, spjall við fallegan grískan deildalækni, hlógum mikið og henni fannst ég skemmtilega furðuleg 15 mín, bið klukkutími, spjall við deildarhjúkrunarfræðing í dyragáttinni 1 mín, þurfti að hlaupa og sinna öðru. Ég og aðrir sjúklingar voru farin að æða um gólf, allir hótandi að fara bara heim. Ég réðst inn á skrifstofu og sagði blíðlega með glóandi brjálsemi í augunum að það væri að verða uppreisnarástand frammi - skýring - skyndileg krufning á heila- og taugasjúklingi sem hafði dáið, og í skjóli þess að þetta er nú háskólasjúkrahús þá þurftu deildarlæknar að vera viðstaddir. Bið í klukkutíma í viðbót (eru þeir kannski orðnir of margir), loksins deildarhjúkrunarfræðingarviðtal, allt í gúddi þar til blóðþrýstingur var tekinn og hann frekar hár. Bið, síðan vísað á deildina þar sem ég á að liggja og aðgerðin útlistuð fyrir mér, og þá fór ég að kjökra því ég var orðin svo stressuð og hrædd.

Ég er stressuð, með ónot, vil hætta við en ætla ekki að hætta við. Er að undirbúa núna matarmálin mín svo ég geti verið í fráhaldi meðan á innlögn stendur, og fyrstu vikuna meðan ég er að jafna mig. Ég er líka búin að fá mér konu sem kemur heim að þrífa, strauja og skipta á rúmfötum í 4 vikur.

Svona er þetta í dag hjá mér -

Ég skoða stóru brjóstin mín á hverjum degi og er að kveðja þau þessa dagana. Ég á örugglega eftir finnast það skrýtið að vera ekki svona barmamikil.

2 Comments:

  • Gangi þér rosalega vel í aðgerðinni.

    By Blogger Lilja, at 27. október 2006 kl. 20:40  

  • Gangi þér vel í aðgerðinni :) Ég er viss um að þetta verður allt annað líf hjá þér þegar þú ert búinn að jafna þig :)

    En fáranlegt að skipulagið sé ekki betra en þetta að fólk þarf að bíða og bíða tímanum saman.....

    barta kveðja smuga

    By Anonymous Nafnlaus, at 29. október 2006 kl. 12:11  

Skrifa ummæli

<< Home