léttfimmtug

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Get ekki annað en hlegið

Komin á breytingaraldurinn og fæ þessa líka skrýtnu tilfinningu sem fæðist í bringunni, fetar sig upp hálsinn, slær roða á kinnar og hleypir hjarta mínu á fleygiferð inn í heim þar sem tilfinningar taka á sig upplifun nálardofa. Hvað get ég annað gert en flissað, ekki er þessi líkamlega tilfinning upplifun hvolpaástar, né heldur er einhver karlmaður að flækjast um í lífi mínu sem hitar mig svona hressilega.

Haldið þið bara, ég er að eldast!!! Það sækir á seinni hlutann og ég er að verða barn aftur. Hvað er skemmtilegra en barn sem veltist um af hlátri yfir nýjum upplifunum og uppgötvunum? Allavega, ég ætla að flissa mig í gegnum hitakófið, njóta þess að verða aðeins stirðari sem neyðir mig til þess að setjast niður og njóta með augunum. Njóta birtunnar, fjallasýnanna, vatnanna og alls þess sem fyrir augu mín ber. Ég held að sá tími sem er framunda verði örugglega skemmtilegur tími, besti tími lífs míns. Allavega, ég kýs að líta svo á.

Ég nenni ekki að vera með áhyggjur af holdafari, að vera föst í megrunarhugusun. Ég ætla ekki að festa huga minn við neikvæðar staðhæfingar heldur frekar að vera jákvæð gagnvart mér og verðlauna mig með heilbrigðu mataræði án öfga.

3 Comments:

  • Kæri ferðafélagi. Það var afar gott að lesa síðasta bloggið þitt, og auðvitað þetta líka. Þessi orð um föður þinn og missinn mikla fá mig til að finna fyrir sterkum tilfinningum í garð þeirra sem mér þykir vænt um. Við þurfum sennilega að vera duglegri að segja okkar nánustu hversu mikils virði þeir eru okkur, ég vildi að ég gæti knúsað pabba minn sem ég missti fyrir nokkrum árum úr krabba, hann var á svipuðum aldri og þú heyrist mér. Ég get ekki gert mér í hugarlund hvernig er að missa barn. En það er svo margt sem við getum sagt og gert meðan við höfum fólkið okkar hérna megin, notum þann tíma sem við höfum:-) Þakka þér enn og aftur fyrir að gefa svona mikið af þér í góðu bloggi:-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 27. febrúar 2007 kl. 23:56  

  • Já þú mátt sko vera með, ekki spurning :)og ef þig langar í labb áður en Hildur kemur, þá veistu númerið mitt :)
    Ótrúlegt hvað lífið getur alltaf verið skrítið, sama stofan!! Ég dáist að þér að leggja í það að hlúa að honum, sumir mundu bara horfa fram hjá því að vera til staðar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 28. febrúar 2007 kl. 17:31  

  • Ohhh...ég hlakka til að eldast við að lesa þetta. Vona að ég muni bera gæfu til þess að eldast í fráhaldi! Haltu áfram að vera svona frábær. Kær kveðja, Minnkandi www.blog.central.is/minnkandi

    By Anonymous Nafnlaus, at 28. febrúar 2007 kl. 21:51  

Skrifa ummæli

<< Home