léttfimmtug

sunnudagur, janúar 07, 2007

Dagur 218 - Vigtun

Jæja, þá er þessi hræðilega ögurstund að baki. Ég á í ástar-haturssambandi við vigtina. Annað hvort er ég alltaf á henni eða ég þoli ekki það augnablik sem ég þarf að fara á hana. Búin að vera smá með hjartslátt yfir því að í dag er vigtunardagur! Finnst eins og ég hafi ekki grennst og jafnvel fitnað (er þetta ekki það sem átröskun og útlitsfíkn gengur út á).

Jólin að baki og mikið um reyktan mat, lítið um hreyfingu og ég jú er komin af hinu fjörlegasta aldursskeiði, þó svo að öllu jafnan ég finni ekki fyrir því. Svo er Rósa í heimsókn með sínu ofurflóði þannig að það jók líkurnar á þyngdaraukninguna líka.

Ég skreið á fætur með úfið spreyjað hárið, dröslaðist fram á baðherbergi og gerði það sem við nefnum ekki, þvoði mér um hendur og skvetti vatni á svefnþrungið andlitið. Síðan hélt ferðin inn í svefnherbergi, skáphurðin opnuð 0g Viktoría dregin fram úr stofufangelsi sínu, en þar hefur hún dvalið síðan 7. desember á síðasta ári. Það var ekki laust við að smá skjálfti færi um mig þegar ég steig fyrsta skrefið á vigtina, svona rétt til að kveikja á henni. Safnaði kjarki og steig á vigtarbrúnina!!! Jippí, vá... komin niður fyrir tuginn, bara 3.5 kg í takmarkið.

Tala dagsins 68.5kg - léttingur 1.8kg og 21kg léttari en þegar ég var sem þyngst. Þetta eflir mig í að halda áfram í þeim lífsstíl sem ég er búin að tileinka mér.

Það hefur oft hvarflað að mér að nenna þessu ekki, vilja borða eins og aðrir og ekki alltaf vera á skjön (sbr. í gær í matarboði þegar ég þurft að borða 600 gr hrátt grænmeti því ég hafði gleymt að taka með mér grænmetið mitt) ... ég meira að segja neitaði að taka sveifluna með systur minni (ég var í fýlu, skiljið þið), en við erum hinar bestu dansmeyjar og kunnum svo sannarlega tjúttsveifluna. En þegar svona tala mætir manni í seinna morgunsárið á vigtunardegi þá er maður húrrandi happy, borðar sína pönsu með blönduðum ávöxtum og mjólkurkaffi ákveðin í að næsti dagur, vika og mánuður verði í fráhaldi.

Á þriðjudag er ég að fara á vörusýningu og verð í burtu í fjóra daga, vigtin fer með og samlokugrillið líka (til að baka hveitikímskökuna mína). Ég á vafalaust eftir að þurfa að útskýra "why are you doing this weighing and measuring?" - og ég mun bara segja, well I have a condition with my metabolism - ich habe eines grösse problemen mit meine metabolismus, kann ekki að segja þetta á kínversku. Kann ekki við að segja útlendingum að ég sé hin hömlulausasta ofæta sem ráði ekki við fyrsta súkkulaði bitann. Mér hefur tekist þetta áður á ferðalögum og ætti að geta það líka í þetta skiptið - eitt er víst, það verður mikið etið af hráu grænmeti.

Aumingja ég, ég á svo bágt að vera ekki eins og aðrir! - Hei, nei! Ég er heppin að hafa fundið lausnina í lífi mínu og að geta lifað svona frábærlega einn dag í einu í heilbrigðum vel útlítandi skrokki. Tala ekki um hvað taugakerfið mitt er í góðu ásigkomulagi og ég í þokkalega góðu andlegu jafnvægi.

Kveð að sinni
Ein hömlulaus ofæta í bata

4 Comments:

  • Gangi þér vel á nýju ári.
    Baráttukveðjur

    By Anonymous Nafnlaus, at 8. janúar 2007 kl. 14:13  

  • Hæ Hæ
    Vá flott hjá þer að eiga bara eftir 3,5 kg þú verður nú ekki lengi að því.Ég fór í viktun í gær og var ferlega glöð.
    Baráttukveðjur,,Kristín Ósk,glingglo,,

    By Anonymous Nafnlaus, at 9. janúar 2007 kl. 06:07  

  • Þetta er frábær árangur hjá þér :) og þú er heldur betur búinn að ná stjórn á mataræðinu :)

    kveðja smuga

    By Anonymous Nafnlaus, at 12. janúar 2007 kl. 23:35  

  • Æi hvað ég þurfti einmitt að lesa svona blogg núna....er í svo mikilli glímu við vigtina, er að standa við alla aðra sáttmála fráhaldsins en hef lengst náð 10 dögum á milli vigtunardaga;-( Líður ekki vel með þetta...fararstjórinn minn var búinn að segja mér að losa mig við vigtina úr húsinu en ég gerði það ekki....þarf greinilega að gera það sem mér er sagt!!! Smá ströggl á minni, gott að lesa bloggið þitt og ég vona að ferðin hafi gengið vel:-) Bloggumst!

    By Anonymous Nafnlaus, at 15. janúar 2007 kl. 10:55  

Skrifa ummæli

<< Home