léttfimmtug

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Ótti

Ég hef verið að skoða hug minn gangvart mat og útliti mínu undanfarna daga og vikur. Það má líka segjast að ég hafi verið í þessu skoðanaferli síðasta aldarfjórðunginn eða síðan ég fór að eiga í skrítnu sambandi við mat, mig, líkama minn og þráhyggju gagnvart mat og þyngd.

Ég er ein af þessum duglegu konum sem að öllu jöfnu get hamið mig dag frá degi til dags. Reyni að halda apanum sem lengst frá öxlinni og skipuleggja dag minn þannig að ég trufli ekki mig frekar en aðra að öllu jöfnu.

Síðustu vikur eða síðan 10. janúar síðasta þá hefur hömluleysið riðið mínum húsþökum og ég staðið á beit með þeim afleiðingum að skapið er ekki í jafnvægi, matarræðið á þeytingi og að sjálfsögðu strekkir buxnastrengurinn aðeins að.

Ég er komin með upp í kok með að vera í fráhaldi, að vera stöðugt að hugsa um mat daginn inn og daginn út. Að líf mitt snúist um mat öllum stundum þó svo að aðrir hlutir fá kannski að fljóta með ef apinn leyfir svo. En ég hef þróað með mér skrýtið samband við mat og ég er ekki eðlilegur neytandi þegar að honum kemur, þannig að ég verð að finna leið sem ég get lifað með í sátt og samlyndi. Þá leið fann ég í janúar 2004 og lifði skv. henni þar til reglurnar voru farnar að stjórna mér jafnt á við fíknina. Allt snerist um mat, hvernig mat, hvenær mat, hvað mikinn mat, fór ég út af strikinu?
, kæmist ég á "track" aftur?. Ég gat ekki borðað undir eðlilegum kringumstæðum með öðru fólki og ég gaf skít í þetta allt saman ... því miður því mér leið ágætlega í þessum fasa.

Þar sem ég er mjög ósátt með að vera að hlaða á mig kílóum aftur og finn að sjálfsímyndin dettur niður þá er ég aftur orðin erfið í samskiptum við fólk. Ég er nefninlega ekki þessi glaðlynda feita kona, ég er önug feit kona afþví mér líður illa þegar ég get ekki hlaupið upp stiga, þegar ég fæ hjartsláttarköst afþví ég er í sykursjokki. Ég hreinlega vil ekki vera á þessum stað og prumpa þessvegna á þá sem á vegi mínum verða og spúi eins og fýllinn í berginu háa.

Í dag einn dag í einu held ég matardagbók, ég tilkynni og ég undirbý matinn minn mjög svipað og síðsta matarplan og ég var í. Slakinn er aðeins öðruvísi og enginn ótti gagnvart því að falla til staðar, samt er það að svo stöddu heldur ekki að virka. Kannski! Eins og ein hömlulaus ofæta í bata sagði, er átkastið nokkuð yfirstaðið??? Hummm... ég held að konan sú hafi hitt naglann á höfuðið og hann (naglinn) hafi hitt mig í höfuðið og gert mér matarskaða.

1 Comments:

  • Mikið þekki ég þetta vel. Of vel. Stundum finnst mér eins og prógrammið sé svo stíft að ég geti eins verið á fullu í ruglinu því þá daga sem maður er ekki með allt undir kontról líður manni eins og svikara sem er örugglega á hraðri leið til glötunnar. Og hvað er þá unnið með þessu öllu? Var einmitt að velta þessu fyrir mér í gær síðast hvað ég væri samt þakklát fyrir þetta prógramm sem gefur mér möguleika á að lifa lífinu innan ákveðins ramma svo ég haldi betri heilsu andlega og líkamlega. Og ef ég er tilbúin í þessa daglegu vinnu þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að vera á einhverju 7-10-15 kílóa rokki þegar að kjörþyngd kemur eins og ég sé að margir eru í glímu með, sérstaklega þær sem ekki taka andlegu vinnuna inní. Ef ég er tilbúin að vinna vinnuna með góðri hjálp mun ég enda í kjörþyngd og haldast þar. Það er ekki góð tilhugsun að vera allt sitt líf í þessari eilífu þráhyggju, mig langar að losna út úr henni og mér er sagt að prógrammið hjálpi þar til og ætla að trúa því. Einn dag í einu. Og við getum þetta enn frekar ef við styðjum hver aðra, er það ekki? Gangi þér nú voða vel í dag að fylgja prógramminu þínu svo þú náir að leggjast sátt á koddann í kvöld:-) Ferðumst saman:-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 22. febrúar 2007 kl. 10:19  

Skrifa ummæli

<< Home