léttfimmtug

sunnudagur, desember 10, 2006

Dagur 187 - Úff púff í hausnum á mér

Ég er búin að komast að því að ég þjáist af alvarlegri andlegri þráhyggju gagnvart mat, mat, mat. Hausinn á mér er búinn að vera stútfullur af matarhugsunum í nokkra daga og ég hef nánast verið komin að þeim mörkum að gefa fráhaldið upp á bátinn og leggjast í "laumuát".

Í gær fór ég á Lækjabrekku með fyrrverandi vinnufélögum mannsins míns, ég tók með mér vigtina og fékk stóran disk með steiktu grænmeti á borðið hjá mér og vigtaði síðan mitt kjöt af hlaðborðinu. Ekki málið það skal ég segja ykkur. Þegar kom að því að sessunautar mínir voru farnir að gæða sé á eftirréttunum þá breyttist ég í anda eða draug og át í gegnum þau. Hver ein og einasta hreyfing handa þeirra þegar skeiðin færðist í átt að munninum með allri matarlitarflórunni þá störðu augu mín og ég nánast fann bragðið og áferðina í munni mínum. Það eina sem ég gat gert var að segja sjálfri mér að þetta myndi líða hjá, ég mér myndi líða betur í fyrramálið heldur en þau sem tróðu sig til óbóta.

Ég geri mér alveg grein fyrir því að svona augnablik sem vara í marga daga mun koma æ ofan í æ, það verður engin miskunn því minningin um stundarfróun þessa eina bita sem sendi mig áfram til himnaríkis og svo beina leið til helvítis mun skjóta upp kollinum.

Ég get bara gert þettta einn dag í einu eins og ég hef gert það einn dag í einu í tæp 28 ár að drekka ekki áfengi.

Mér líður mjög vel með hvað ég lít vel út líkamlega.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home