léttfimmtug

fimmtudagur, desember 07, 2006

Dagur 184 - vigtunardagur

Einu sinni í mánuði er vigtunardagur hjá mér. Hann var einmitt í dag. Niðurstaðan var sú að ég stend í stað á milli mánaða. Er ég svekkt? Nei! því ég er ekki í megrun og það geta komið þeir tímar að maður standi í stað. Ég held ótrauð áfram mínu lífi með mér, öðru fólki og þeim lífstíl sem ég kýs að lifa í.

Það er gott að vera ekki í megrun, að fara ekki í ofurgleði þegar mörg kíló hverfa af manni og niður til helvítis þegar kílóin sitja föst á mér.

Ég er sátt við útlitið í dag, sátt við hvernig mér líður innra með mér og hlakka til að eyða jólamánuðinum núna við að dytta að skemmtilegum jólaundirbúningi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home