léttfimmtug

föstudagur, mars 02, 2007

Andlaus! ?

Hvað skyldi það eiginlega vera og þýða að vera andlaus. Fjarvera sálar, huga eða tauga? Eða að vera loftlaus? Tungan er svo flókin og maður notar orð og orðatiltæki sem maður svo botnar ekkert í þegar borað er frekar ofan í orðið (hér er talað tölu/tölvumál).

Nú! Já! Jæja. Ég er andlaus og með alla ofangreinda fjarveru og loftið er blautt í hálsinum á mér eftir að hafa svelgst á munnvatni menguðu mandarínusafa. Hér er allt í hassi og klessu með mín matarmál og afturendinn á mér er aftur orðin þessi kynæsandi brasilíski rass sem dregur að sér karlpeninginn, og svo ber ég framan á mér þetta frjósemistákn uppþanins kviðar þ.e. ef marka má styttur og málverk afrískra þjóða. Allavega, Moi etur og etur eins og hún eigi lífið að leysa og verst þykir hvað vindur leysist líka við svona nart. Gillian rassahreinsir yrði allavega hrifin af því að ég hef þrisvar sinnum á dag hringlaga hægðir og þarf þess vegna ekki að kaupa mér far með Jónínu Ben til Póllands í kúkahreinsun.

Ég er svo ágætlega sátt við að komast aftur í kynni við veikleika mína og hafa tækifæri til að sigrast á ógninni og styrk til að nýta mér tækifæri reynslu minnar(á viðskiptamáli heitir þetta SVÓT styrkur, veikleiki, ógnanir og tækifæri) til að fara aftur í gamla matarplanið mitt, sem mér dags daglega líður mjög vel á.

Mig langar líka til að upplifa að vera ástfangin og finna hitann flæða yfir andlit, herðar og brjóst og hlakka til kannski á eftir ef maðurinn minn lítur þannig til mín að fá þá upplifun. Er dálítið svekkt í raun að hitakófið hefur ekki látið á sér bera síðustu daga þannig að nú verður karlmaður að vekja upp hjá mér flissið.

Njótið helgarinnar dömur og vitið að þið er það sem þið laðið að ykkur, ég á við maður er það sem maður hugsar og hugsanir eru eins og segull sem dregur að sér óskir manns. Ég óska að vera hamingjusöm hér, þar, þarna, hinumegin og allstaðar.

Dagur eitt er hafinn og skal perla fara í vasann glæra í kvöld.

4 Comments:

  • Hí hí...svo gaman að lesa bloggið þitt og þetta eru svo góðar vangaveltur...vona að andinn komi yfir þig með hjálp SVÓT eða bara hverju sem er;-)

    Eigðu nú góðan dag og vonandi með glerperlu í krukku að kveldi;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3. mars 2007 kl. 13:41  

  • Já, stundum verður maður einfaldlega andlaus, skemmtilegur, skrýtinn, leiðinlegur, uppstökkur, hlédrægur og allt þar á milli. Maður ræður líklegast seint við það....en við getum lært að bregðast við því eins og ég held að þú sért orðin mjög fær í :-)

    Kv.Minnkandi

    By Anonymous Nafnlaus, at 4. mars 2007 kl. 17:29  

  • þetta finnst mér bráðskemmtilegar pælingar:-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6. mars 2007 kl. 10:01  

  • Alltaf gaman og áhugavert að lesa bloggið þitt. Mér líður eins og ég sé að finna mig aftur, vonandi ;)

    By Blogger Lilja, at 11. mars 2007 kl. 12:43  

Skrifa ummæli

<< Home