léttfimmtug

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Ég er hér aftur ;-)

óó, Den Haag, fallega borg á bak við sandhólana gargar Andre Hazes á hollensku, sem ég skil og tala svo óskaplega vel. Ég dilla mér í stólnum á hjólunum en þarf að passa að rúlla ekki út úr herberginu. Trallatralla, nú kemur þýsk sveifla og hliðarspikið hreyfist með.
Ójá, ég er með óráð, vitráð og bitráð. Á morgun á að bora í mig títan skrúfur og ég er stútfull af sýklalyfjum og svo er ég byrjuð á járni því ég er víst járnlaus og með lélegan skjaldkirtil eins og heimilisdoktorinn tjáði mér í dag... skyldi það vera ástæðan fyrir ört vaxandi holdi???

OK, elskurnar ég er í fráhaldi, komin til baka með vigtóriu og mínar máltíðar vandlega planaðar. Aðeins öðruvísi fráhald en ég iðkaði áður og er ég búin að vera í einu stóru panik kasti yfir að það myndi ekki duga. Ég mixa saman reynslu síðastliðinna ára og nota blandað matarplan. Enginn sykur, ekkert hvítt hveiti, engin einföld kolvetni. Vigta máltíðirnar mínar og tilkynni til hjúkrunarfræðings á heilsustöðinni minni. Tók þá ákvörðun með tilliti til búlemíunnar sem hrjáir mig að betra væri að ég væri undir eftirliti heilbrigðisfólks og með matarfráhald sem ég hef iðkað en stílfært svolítið.

Ég fæ þessa aðstoð 2x í mánuði ókeypis klukkutíma hjal við óskaplega vel gefna, fallegan hjúkrunarfræðing (má víst ekki segja hjúkkukona lengur) - nú er smá spönsk sveifla og mín bara komin í ástarfílinginn - sorry, fór aðeins útaf línunni. Mér finnst gott að hafa þennan ramma, að vita hvað ég ætla að borða næsta dag.

Sko, ég er ekki í megrun, aldrei aftur í megrun. Ég fer ekki á vigtina því ég vil ekki að hún stjórni lífi mínu en ég get sagt ykkur að ég hef farið upp um 1.5 númer í fatastærð. Ég á engin gömul föt þannig að ég þurfti að kaupa mér eitt stykki buxur, blússu og skokk til að komast i fermingarveislur. Mín er aftur komin í 42+ ....

Mér líður vel þrátt fyrir járnskort, hægan skjaldkirtil, títaninnplant á morgun, stóra sæta frábæra bumbu, æðislega flott brjóst og brasílískan rass sem er fylgifiskur ofáts míns. Ég á eftir að sakna hans því ég vildi gjarnan hafa útstæðan rass þegar ég er aftur orðin mjó í staðin fyrir rúllugardínuna sem muna prýða afturhliðina á mér.

Bið að heilsa að sinni

5 Comments:

  • Gott að heyra frá þér;-) Lít svo oft við hjá þér, við erum ekki svo margar svona fráhaldsskvísur í bloggheimum;-0 Hvernig sem fráhaldið er hjá hverjum og einum þá erum við að vinna í því á hverjum einasta degi að eiga sálarlíf sem snýst um eitthvað annað en mat og kíló og til þess að það megi verða þurfum við bara hjálp og það er bara allt i lagi!
    Takk fyrir frábærar hugmyndir varðandi kímið, held leitinni áfram og læt vita þegar komin er einhver mynd á þetta.
    Gangi þér vel og bloggumst:-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 23. apríl 2007 kl. 21:02  

  • Sæl og takk fyrir skemmtilegt blogg. Ég tek undir með ferðalangi, alveg frábært að hafa fleiri fráhalds-bloggfélaga. Mér þykir mjög spennandi að fá að fylgjast með þessu nýja, aðeins öðruvísi fráhaldi og bíð spennt eftir fleiri færslum :-) Gangi þér allt í haginn.

    By Anonymous Nafnlaus, at 24. apríl 2007 kl. 22:43  

  • Sætu kartöflurnar flokkast sem kartöflur eins og er.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1. maí 2007 kl. 20:31  

  • Halló ljúfan. Langt síðan ég hef kíkt inn hér. Vonandi gengur þér bara rosalega vel. Ég er einmitt að reyna að finna mér einhverja góða leið, komst að því að kolvetnasnautt fæði hentar mér ekki alveg lengur. Er að reyna að finna einhvern milliveg og ég held að það takist alveg ;)

    *knús*

    By Blogger Lilja, at 8. maí 2007 kl. 20:03  

  • Sweet blog! I found it ωhile ѕurfing arounԁ οn Υahoo Nеws.
    Do you have any tiρѕ on how to get liѕtеԁ in Υahoo
    Neωs? I've been trying for a while but I never seem to get there! Many thanks

    Here is my weblog ... tx seo

    By Anonymous Nafnlaus, at 2. apríl 2013 kl. 17:17  

Skrifa ummæli

<< Home