léttfimmtug

miðvikudagur, júní 16, 2004

151 - og áfram er þetta létt :-)

Svaf vel í nótt enda sperrur á undanhaldi.
Fór í línudans í klukkutíma eftir vinnu í gær. Eldaði frábæran rétt úr svínakjöti, lauk, hvítkáli og rófum og Uncle Bens karrýsósu (sykur í 5.sæti) ásamt Tilda Zasli veg. curry sause - og lét þetta malla í klukkutíma í ofni - sælgæti stelpur - með þessu hafði ég icebergsalat og gúrku með 18gr majones blönduðu 20gr af bluecheese sósu (löglegt allt saman)- og ég verð að segja að ég sakna kolvetnanna ekki baun.

Er einhver ykkar snillinganna sem getur sagt mér hvernig ég edita linka inn á síðuna.. hvorki ég né maðurinn minn kunnum á HTLM dúdið

2 Comments:

  • Hæ, til að fá linka þarf maður annað hvort að velja template sem býður upp á það, svo bætir maður inn í á réttum stöðum eða að copy frá öðrum templates. Ég reyndi um daginn að senda þetta á þig en það tókst ekki af því ég má ekki setja inn html kóða hér inn.
    En ef þú vilt þá get ég gert þetta fyrir þig, þú þarft þá náttúrulega að senda mér aðgangsorðið en það viltu kannski ekki.
    Þetta er samt ekkert mál ef þú velur template með svona linkum á. Svo varstu líka að tala um nýtt comment. Það færðu t.d. á heimasíðu sem heitir www.blogextra.com/backblog

    By Blogger Hildur, at 16. júní 2004 kl. 13:09  

  • Svo getur verið ágætt að kíkja á http://www.hugi.is/info en þar eru svona leiðbeiningar um einföldustu HTML aðgerðirnar.

    En já, ég verð nú að viðurkenna að ég sakna stundum kolvetna, aðallega sælgætis, hehe. En ég er samt mjög sátt við þetta mataræði því ég get borðað mig sadda af bragðmiklum mat :D

    By Blogger Lilja, at 16. júní 2004 kl. 19:09  

Skrifa ummæli

<< Home