léttfimmtug

þriðjudagur, janúar 25, 2005

370-373 / Heimavið

Ég er heimavið smálasin. Er að reyna að liggja fyrir svo ég æli ekki. Ekkert alvarlegt svo sem, bara svona létt flensa.

Í gærkveldi var ég að browsa lýtalækningasíður, skoða hvernig að svuntuaðgerðir, brjóstalyftingar og fleira litu út. Maður er jú með sigin brjóst, slitinn maga, laust hold innaná lærum og fleira sem tilheyrir því að lifa og eldast. Ég held líka að hluti af mínum átsjúkdómi sé útlitsfíkn, manni líður illa þegar maður er feitur og maður verður svekktur þegar maður grennist afþví maður er ekki með óflekkaðan unglingslíkama.

Mitt næsta verkefni er að sættast við sjálfa mig eins og ég er, fara í ræktina 4x í viku og reyna að stinna mig eins og ég get.

Annars gengur allt bara vel, ég held mig við minn lífsstíl að vigta og mæla og plana næsta dag. Segi samt að ég hlakka til þegar ég fæ að borða meira, hvernær sem það verður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home