léttfimmtug

laugardagur, janúar 29, 2005

374-377 / orðin lágvaxnari

Í gær fór ég í Hjartavernd til þess að fá matsniðurstöðu á heilsufari á milli ára, en í nóv. 03 þá var ég í algeru lamasessi og kom illa út úr rannsókn hjá þeim. Í gær kom í ljós að heilsufar mitt er álíka og hjá unglingi og að öll einkenni um hátt kólesteról, háan blóðþrýsting og hraðan hjartslátt hafa gengið til baka. Dömurnar voru mjög áhugasamar um hvernig ég hafði farið að þessum breytingum. Að sjálfsögðu er ég himinlifandi.

Í skoðun kom í ljós að ég hef lækkað, er semsagt orðin 158cm á hæð!!! 63.4kg (200gr í plús) og 25.2 í BMI - komin í kjörþyngd en má missa ca. 4-5kg í viðbót. Ég átti von á þessari niðurstöðu og er mjög sátt.

Þar sem ég er ekki svöng á milli mála þá ætla ég að halda áfram á þeim matarskammti sem ég er á ca. 1500 kcal á sólarhring.

Ég æfi nú fjórum sinnum í viku, þrjá virka daga fer ég á fætur kl. 6.15 og mæti í ræktina, hleyp ca. tuttugu mínútur og fer síðan í tækin með einkaþjálfara. Mæti síðan á laugardegi eftir klukkan tíu og tek hálftíma hlaup/hraðgöngu og svo í hálftíma í tæki.

Þegar líkami minn er búinn að aðlagast þessari hreyfingu og lyftingum, þá býst ég við því að ég nái þessum fimm kílóum af mér á þremur mánuðum og ætti því í maí að vera komin í þá þyngd sem ég vil vera í.

Ég er öll að styrkjast og vöðvar aðeins farnir að sýna sig, en að sjálfsögðu verð ég aldrei með skrokk óspilltrar meyju.

Fór í dag með vinkonu minni á Saltatbarinn og yndislegur kokkur þar sérútbjó fyrir okkur eldað grænmeti og svo gátum við notað hrásalat, egg og túnfisk af barnum. Ég er Salatbarnum þakklát fyrir veitta þjónustu og viðráðanlegt verð. Ég á eftir að fara þangað aftur.

2 Comments:

  • Frábært hvað þér er búið að ganga vel og enginn smá sigur þetta með heilsuna, vonandi á mér eftir að ganga svona vel, ég hef verið með of hátt kólesterol og ef þa ðfer ekki að lækka þarf ég að fara á lyf, sem mér finnst ekki spennandi kostur,segi bara einu sinni enn til hamingju þetta er glæst hjá þér:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 30. janúar 2005 kl. 00:20  

  • sorry gleymdi að setja nafnið mitt kv Maja :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 30. janúar 2005 kl. 01:32  

Skrifa ummæli

<< Home