léttfimmtug

föstudagur, febrúar 04, 2005

378-383 / Tíminn flýgur

Tíminn flýgur og ég er enn í fráhaldi. Bolludagur sem er framundan freistar mín ekki en ég ætla að njóta Sprengidagsins með því að eta saltað folaldakjöt, rófur, gulrætur og lauk en slepp baununum þar sem þær eru ekki inn í mínum matarseðli.

Ég fæ nóg af góðum mat á hverjum degi, mat sem nærir líkama minn og gerir hann heilbrigðan. Já, heilbrigðan, því ég var útskrifuð úr áhættuþætti fyrir kransæðastíflu, hjartaáfalli og heilablæðingu í dag af lækni sem tók samantekt úr tveimur rannsóknum á árs tíma. Fyrir rúmu ári síðan var ég skar og allt í ólagi, í dag fullkomnlega heilbrigð til líkama og sálar.. og þess vegna mun ég í dag ekki borða það sem kom mér í feitan líkama.

Ég er dottin úr 24% fitumassa í 17% síðan ég fór í Veggsport fyrir áramót, en pundið er aðeins þyngra ;-) og er mér nokk sama því fötin eru lausari. Ég er enn dugleg við að drífa mig framúr kl. 06.15 og koma mér í ræktina þrisvar í viku og svo um hádegi á laugardegi. Elska að hreyfa mig og puða og finna hvernig líkaminn þolir alla þessa hreyfingu. Viðurkenni þó að ég er þreytt á kvöldin og vildi hafa vökutímann aðeins lengri.

Stelpur, haldið áfram í ykkar átaki, ekki gefast upp og óskir ykkar verða uppfylltar.

5 Comments:

  • Húrra fyrir þér og þinni lækkandi fituprósentu..

    By Anonymous Nafnlaus, at 5. febrúar 2005 kl. 17:44  

  • Þetta var ég sem var að kommenta áðan Súper S

    By Anonymous Nafnlaus, at 5. febrúar 2005 kl. 17:46  

  • Þú ert bara ótrúleg. Það sem þér hefur tekist að breyta lífi þínu til batnaðar, magnaður árangur skvísa, og þetta gerðiru alveg sjálf.

    By Blogger Lilja, at 6. febrúar 2005 kl. 01:32  

  • Þetta er enginn smá árangur hjá þér innilega til hamingju og þú ert frábær fyrirmynd okkar hinna haltu áfram að vera dugleg kv maja

    By Anonymous Nafnlaus, at 9. febrúar 2005 kl. 09:51  

  • Það er alltaf jafn gaman að koma hér inn og lesa póstinn þinn. Þú ert svo jákvæð og hraust að það er ekki nokkru lagi líkt. Gangi þér áfram svona vel krútt. Hildur

    By Anonymous Nafnlaus, at 9. febrúar 2005 kl. 09:55  

Skrifa ummæli

<< Home