léttfimmtug

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

384-389 / Kem mér á óvart

Ég kem mér virkilega á óvart. Miðað við allt það sem er að gerast í lífi mínu (góðir hlutir NotaBene) þá held ég sönsum og held áfram að vigta og mæla og gera fráhaldið að því mikilvægasta í lífi mínu. Ég held fast í það heilbrigði sem ég hef öðlast síðustu mánuði.

Guð, ég er svo þreytt núna enda búin að vera á fótum síðan kl. sex í morgun. Fór í ræktina og var klipufitumæld : handleggur 10, bak 10, magi 10 sem segir að fitumagn er komið í tæplega 16. Ég er öll að verða sterkari og lyfti þyngri lóðum og er lengur á brettinu. Síðan fór ég í vinnuna, skrifaði undir nýjan ráðningarsamning og hlaut hrós fyrir að vera góður starfskraftur og öðrum til fyrirmyndar hvað varðar breyttan lífstíl, þau góðu orð voru eins og 20.000 króna launahækkun fyrir egóbústið mitt. Ég las Fóstbræðrasögu í laumi á milli þess sem ég sinnti viðskiptavinum mínum og lagði hitt og þetta á minnið og dreif mig síðan í próf - krossa putta núna og vona að ég hafi náð því... kom heim og eldaði og undirbjó morgun- og hádegismat að venju, ætlaði síðan aftur í skólann en fann þá að ég orkaði ekki meiru og ákvað að vera heima.

Er nú að fara að horfa á Amerikan Idol - eða dollu eins og við skötuhjúin köllum Idolið.

Semsagt ég er á fullu í mínu fráhaldi, happy en þreytt.

7 Comments:

  • Til hamingju með árangurinn - í vinnunni, í ræktinni.. Já, það er gaman að sjá hvað þér gengur vel

    By Anonymous Nafnlaus, at 11. febrúar 2005 kl. 09:01  

  • En frábært að fá þessa viðurkenningu í vinnunni, skil vel að egóið hafi fengið ærlegt sving. Þú átt þetta hrós líka svo sannarlega skilið. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11. febrúar 2005 kl. 10:58  

  • Mér finnst þú hetja:)
    Til hamingju með árangurinn.
    Gangi þér vel og góða helgi

    By Anonymous Nafnlaus, at 11. febrúar 2005 kl. 20:04  

  • ég held að mér myndi finnast þetta hrós vera enn meira virði :) en hvernig var það með þig á að koma með fyrir og eftir myndir fyrst að þú ert komin í kjörþyngd? :)

    kv, eg_get

    By Anonymous Nafnlaus, at 11. febrúar 2005 kl. 23:22  

  • Vá vá vá þetta er frábært hjá þér innilega til hamingju með þetta alllt saman Kveðja Maja

    By Anonymous Nafnlaus, at 12. febrúar 2005 kl. 00:50  

  • til lukku með frábæran árangur :D vonandi náum við hinar að komast í sömu spor og þú... alveg hreint frábært!!

    kveðja Orkubolti

    By Anonymous Nafnlaus, at 12. febrúar 2005 kl. 10:58  

  • Til hamingju með glæsilegan árangur á öllum sviðum. Þú ert góð fyrirmynd :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12. febrúar 2005 kl. 20:52  

Skrifa ummæli

<< Home