léttfimmtug

föstudagur, janúar 06, 2006

Dagur 11

Nú er vel liðið á aðra viku og ég er hér enn í fráhaldi. Það er eitt sem mér finnst svo gott, ég er ekki svöng sífellt þ.e. líkaminn. Vaninn, fíknin, púkinn situr samt þarna á öxlinni og hvíslar létt öðru hvoru... common, bara eitt stk, ein brauðsneið með miklu smjöri og osti, ein hnetusamloka, hvað er það á milli vina!? Þú getur alltaf byrjað aftur á morgun. Þessar hugsanir herja helst á mig á kvöldin og það er freistandi að láta eftir og segja sjálfum að fyrst enginn sé vakandi, bara ég og sjónvarpið eða ég og lýsing af götuljósunum þá sé allt í lagi að stöffa sig smá... svona er púkinn minn, sífellt að reyna að fá mig í darraðadans við sig.

Eitthvað eru fötin farin að sitja betur og buxnastrengurinn sker ekki alveg svona mikið inn í holdið og það segir að einhver smá grenning á sér stað. Ég las einhversstaðar að teygja væri besti vinur matarpúkans, því buxur með teygju sem gefa eftir hindra að viðkomandi "átfíkill" geri sér grein fyrir þyngdaraukningunni. Það var víst gerð vísindarannsókn á hóp fólks - þeir sem voru í fatnaði með teygjanlegu efni fitnuðu frekar en þeir sem voru í óteygjanlegum fatnaði!!! - ??? - ég held ég taki undir þetta. Þar sem ég neita mér um teygjanleg föt núna þá finn ég strax hvort fitan sé farin að angra mig og ég stoppaði í no. 42 en ekki í 46 eins og ég var í fyrir tveimur árum síðan.

Einn dagur í einu í gallabuxum og stífri skyrtu.

5 Comments:

  • Hahah þetta meikar sko sense með teygjuefnisföt! Við skulum því eftir því sem við grennumst kaupa bara buxur með streng og þrönga boli :) Þú stendur þig vel skutla!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6. janúar 2006 kl. 11:10  

  • svo sammála þessu með teygjufötin - ekki góð. Hringdu í mig fyrir miðvikudag til að segja mér hvaða bragð þú vilt helst.

    By Blogger Sigríður Hjördís, at 6. janúar 2006 kl. 16:42  

  • Þetta er bara svoooo rétt með teygjufötin. Ég var einmitt að hugsa þett aum daginn, ég var nefninlega farin að ganga svo mikið í þægilegum íþróttabuxum. Ákvað síðan hið snarasta að fara að ganga í gallabuxum og öðrum buxum sem þurfa að PASSA á mann. Íþróttabuxurnar fá þó að vera með öðru hvoru :Þ

    By Blogger Lilja, at 6. janúar 2006 kl. 23:30  

  • Ég held að nánast öll mín föt séu úr teygju. Ég fíla það alveg núna því þá endast þau lengur eftir því sem ég grennist. En þegar ég verð komin í kjörþyngd þá verður bara keypt án teygju, allavega buxur svo ég sjái muninn strax...

    Annars gangi þér áfram vel í púkaeltingaleik. Vona að þú náir þeim öllum!!!

    By Blogger Hildur, at 8. janúar 2006 kl. 12:13  

  • Gaman að lesa hversu vel þér gengur í fráhaldinu :) Er alveg sammála þér með teygjufötin, læt þau helst vera nema bara svona rétt á kvöldin sem "heimaföt". Kaupi mér þröngar gallabuxur og miða svo við þær.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10. janúar 2006 kl. 08:38  

Skrifa ummæli

<< Home