Dagur 8
Þá er ein vika liðin og ég er enn í fínu fráhaldi. Það hentar mér vel að vera ekki á of kolvetnaríku fæði þ.e. einföldum kolvetnum. Ég borða reiðarinnar ósköp af grænmeti, einn ávöxt og svo gott prótein 3x á dag - sátt þar sem ég er ekki lengur sísvöng.
Ég verð að taka deginum rólega, reyna ekki að fara fram úr mér og vilja fá sjáanlegan árangur strax - maður vill gleyma þessum leynda árangri sem felst í því að vera komin úr hömluleysinu og í góð mál þegar maður er ekki í hömluleysi. Svo þegar líkaminn er tilbúinn til að losa sig við aukakílóin þá er það eitthvað sem gerist á hægu nótunum og er ekki að sjást á milli daga, heldur kannski frekar á milli vikna.
Ég veit að vika 2 verður jafngóð og vika 1.
7 Comments:
Það er yndislegt að heyra hvað þér gengur vel í fráhaldinu. Þessi lífsstíll er greinilega eitthvað sem virkar fyrir þig, um að gera að halda sig þá við hann. Andleg- og líkamleg heilsa veltur á honum.
By
Nafnlaus, at 3. janúar 2006 kl. 12:15
Ég efast ekki um að vika 2 verði jafn góð og vika 1 hjá þér. Ég hef mikla trú á þér og þegar ég heyri að þér líður vel þá líður mér líka vel :)
Gangi þér vel dúllan mín :)
By
Hildur, at 3. janúar 2006 kl. 12:17
Til hamingju með fyrstu vikuna :) og að þér gangi svona vel er bara frábært haltu bara áfram og ég er vissu um að næsta vika verður jafn góð ef ekki betri ;) kveðja smuga
By
Nafnlaus, at 3. janúar 2006 kl. 14:41
það er frábært hvað vikan hefur verið góð hjá þér,ég hef fulla trú á að sú næsta veði jafn góð því þú notar heiðarleikann við það sem þú ert að gera.Gangi þér vel. Elín.
By
Nafnlaus, at 3. janúar 2006 kl. 15:03
það er frábært hvað vikan hefur verið góð hjá þér,ég hef fulla trú á að sú næsta veði jafn góð því þú notar heiðarleikann við það sem þú ert að gera.Gangi þér vel. Elín.
By
Nafnlaus, at 3. janúar 2006 kl. 15:04
Mikið er gott að sjá hvað þér gengur vel. Ég er einmitt í smá óþolinmæðisgír núna og er að minna mig á að vera þolinmóð, þetta kemur allt ;)
By
Lilja, at 3. janúar 2006 kl. 18:42
gleðilegt ár og til hamingju með að eiga svona lítið eftir.... og ég sé að þú ert tilbúin að halda þér í kjörþyngd;) gangi þér vel!!!!
By
Nafnlaus, at 3. janúar 2006 kl. 23:01
Skrifa ummæli
<< Home