léttfimmtug

sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt ár - Dagur 6

Vil óska öllum átaksbloggurum gleðilegs nýs árs og með þökk fyrir þau samskipti sem við höfum átt hér saman á netheimum... megi árið 2006 verða ykkur farsælt í því fráhaldi sem hver og einn kýs sér.

Ég hef haldið þessi áramót í fráhaldi og er sátt við það. Ég fer inní morgundaginn glöð yfir því að hafa fengið að lifa enn ein áramót og bæta nýju ári við líf mitt. Ég ætla að leggja drög að heilbrigðu lífi í heilbrigðum líkama í heilbrigðri þyngd. Ætlunin er líka að reyna að temja apann á bakinu á mér þannig að ég sé ekki í endalausri þráhyggju.

5 Comments:

  • Hæ Ólöf mín og gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.Gangi þér vel áfram í þínu fráhaldi.
    Kveðja Elín.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1. janúar 2006 kl. 01:59  

  • Gleðilegt ár sömuleiðis og takk fyrir samskiptin á árinu sem leið. Hlakka til að heyra frá þér á þessu ári og megi okkur öllum líða vel á góðu matarræði.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2. janúar 2006 kl. 10:33  

  • Gleðilegt ár sömuleiðis elsku dúllan mín. Takk fyrir árið sem er liðið og vonandi hittumst við á þessu ári :)

    By Blogger Hildur, at 2. janúar 2006 kl. 11:06  

  • Sæl elsku vinkona og gleðilegt ár. Þú ert að standa þig betur en ég, en nú skal verða breyting á þessu líferni mínu. Enda kominn tími til fyrir löööngu ;)

    By Blogger Lilja, at 2. janúar 2006 kl. 13:05  

  • Gleðilegt ár skvís :o) Árið 2006 er árið okkar .... Gangi þér vel skvís. Kv. Hafdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 3. janúar 2006 kl. 09:12  

Skrifa ummæli

<< Home