léttfimmtug

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Dagur 9

Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Ekki hungri, ekki löngun og fjarveru fíknar. Ég er líka tímabundið í fríi frá vigtinni, hef engan áhuga á því að vita hvað ég er þung, hvað ég hef þyngst mikið og hvað mikið ég þarf að losna við. Það dugar mér í dag að vera í fráhaldi og líða vel skrokk- og andlega.

Þegar ég er ekki með hausinn á fullu í sykri, hveiti og öðrum einföldum kolvetnum sem fylla mig fíkn, þreytu og aukaholdi þá er ég sátt við lífið og tilveruna. Ég fæ að njóta dagsins og samskipta við annað fólk. Ég er ekki heltekin af því hvar, hvenær og hvernig ég geti nælt mér í næsta bita, ég er heldur ekki upptekin af því hvenær ég verð "flottust" í laginu, hvenær ég geti farið að versla mér minni föt (þau eru núna í skápnum) - heldur er ég upptekin afþví hvað mér er að líða vel þessa dagana.

Það er að vísu dimmt skammdegi úti, allt svart á morgnana afþví það vantar snjóinn til að lýsa upp daginn og mér þætti gott ef ég mætti kúra undir léttri dúnsæng fram til klukkan tíu, drattast síðan á fætur fá mér hollt að borða og lesa síðan þau dagblöð sem koma inn um lúguna hjá mér og "chilla" framundir hádegi. Síðan að vinna fulla vinnu frá 12-17 og fara síðan aftur að "chilla" þar til kvöldmatur er tilbúinn..

Ég elska að fá að leika mér eins og barn. Elska að þurfa ekki að hugsa eins og fulloðin kona rétt skriðin á sextugs aldur. Ég er svo ung undir öllum þessum aukakílóum, hrukkum og gránandi hári. Maður er jú víst eins ungur og maður hugsar.

Þessa stundina keyri ég um á dálítið ryðguðum bíl (líkama mínum) - það þarf aðeins að taka hann í gegn og leyfa honum að jafna sig á óveðrinu (ofátinu) sem er búið að geysast um í lífi mínu undanfarna mánuði. Bjúgurinn þarf að laga sig, liðir að mýkast upp aftur og æðakerfið þarf að fara í hvíld eftir sukkið að undanförnu. Svo þegar fram líða stundir þá held ég að ég sé orðin þrítug aftur og hleyp um grænar grundir eins og kýr á vordegi.

3 Comments:

  • Frábært að þér gangi svona vel enda er ég viss um að þú losnir við þessi auka kg á met tíma :)

    en ég setti þig hjá mér inn á reingla undir þá sem eru ekki í kg flokki svo ég bíð bara þar til þú stígur á vigtina :)

    gnagi þér vel kveðja smuga

    By Anonymous Nafnlaus, at 4. janúar 2006 kl. 21:51  

  • Alltaf er nú gaman að lesa færslurnar þínar ;) Ég er annars svolítið í sama gír og þú, hef lítinn áhuga á að stíga mikið á vigtina, en líður rosalega vel með hollustufæðið og hreyfinguna ;)

    By Blogger Lilja, at 4. janúar 2006 kl. 23:56  

  • Oh hvað það er gaman að koma hér inn og lesa færslurnar þína. Þú ert algjör hetja að takast á við það sem þú ert að takast á við. Margir myndu nú bara pakka þessu niður og hugsa um annað. Þú átt heiður skilinn :)

    Knús Frá Hildi

    By Blogger Hildur, at 5. janúar 2006 kl. 13:30  

Skrifa ummæli

<< Home