léttfimmtug

laugardagur, nóvember 04, 2006

Dagur 151 - komin heim barm minni

Sit hér með seyðing í brjóstum, aum og með 5 kommu hita. Aðgerðin gekk vonum framar og nú krossar maður putta og biður um það að líkaminn og ónæmiskerfi hans vinni gegn öllum sýklum og árásum vondu frumnanna.

Það fór tæpt kíló af báðum brjóstum. Komst að því að ég fór úr F skál í C skál og ef allt grær vel þá er ég með hin fínustu brjóst og mun svo lengi sem ég fer ekki að fitna aftur ná að versla mér hinar flottustu blússur og peysur.

Manni bregður þó þegar maður lítur niður á barminn og sér að maður er með maga og "þið vitið hvað", brjóstin skyggðu á þetta allt saman.

Mér tókst að halda fráhald og vigta og mæla. Þökk sé þeim Danska þá er þjóðin að gera sér grein fyrir að þarna úti er fólk sem er búið að gera sig sjálft ábyrgt fyrir holdafari sínu og að vigtin sé orðinn jafn eðlilegur hlutur í veskinu þeirra og spegilinn.

Í dag sé ég ekki eftir aðgerðinni en ég verð að sjálfsögðu að sjá til og bíða með hvernig lokaútkoman verður - sú bið er ca. 3 mánuðir.

1 Comments:

  • Frábært hvað það gekk vel með aðgeriðna :) til hamingju með nýju brjóstinn :)

    Þetta er ekki smá munur að fara úr F i C skálar :)

    kveðja smuga

    By Anonymous Nafnlaus, at 4. nóvember 2006 kl. 17:42  

Skrifa ummæli

<< Home