léttfimmtug

laugardagur, nóvember 11, 2006

Dagur 158 - brrrr, kalt úti

Hver vill ekki drekka heitt kakó og fá sér piparkökur undir heitri dúnsæng á svona kuldadegi - og horfa á rómó mynd með sinn elskulega sem mjúkan kodda undir hnakkagróf? Ég? - kannski, en helst ekki. Rómó mynd með mínum elskulega hrjótandi við hlið mér væri ágætt það er að segja ef hann þolir japlið í Extra tyggjóinu og Coke light sötrið í mér.

Draumar piparköku og heitra sykraðra drykkja (Dagar víns og rósa) tilheyra fortíðinni, eða svo tel ég mér trú að sinni. Mér líður svo ótrúlega vel í dag þrátt fyrir þennan kulda sem umbreytir vöngum mínum í rauð epli. Ég er svo asskoti ung og létt á mér.

Það er allt svo hljótt úti núna þegar vetur er að skella á, það halda allir niðri í sér andanum og vona að brátt hlýni aftur í veðri.

Ég ætla að njóta þess að vera inni og matreiða soðkjöt "suddervlees" eins og hollendingar gera - sjóða kjötið í þrjá tíma þar til það bráðnar í mínum munni, namm 120 gr af slíku takk fyrir. Fæ mér líka heil 600 gr af grænmeti með, bæði hráu og soðnu...

Þrátt fyrir allt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home