léttfimmtug

mánudagur, nóvember 13, 2006

Dagur 160 - farin að vinna smá

Mikið óskaplega er gott að fá sér stóran bolla af Cafe Latte, dásamlegt á svona köldum vetrardegi.

Eins og þið lásuð hér að ofan þá er ég farin að vinna smávegis, nota amerísku hefðina á mig! Ekki of lengi heima því þá verður maður latur.

Datt niður á stórkostlega aðferð við að gera morgunmatinn minn að algeru lostæti.
240 gr jarðaber og bláber, smá klípa af smjörva og 1 msk xylitol. Bræða smjörva og xylitol saman svo það verði smá ljós karamella, skella síðan bláberjum og skornum jarðaberjum saman við og láta malla smá. Setja síðan heitt út í 480 gr af AB og nammi namm - braðgott og litríkt.

Ég er ekki alveg komin með fullan kraft og mig vantar svona þess andlegu skerpu sem ég hef að öllu jöfnu. Hakka þetta svona áfram eins og hæggeng skjaldbaka! Eða, kannski geri ég of stórar kröfur til sjálfrar mín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home