Dagur 165 - öll að hressast
Hef svo sem ekkert merkilegt að segja frá. Ég er öll að jafna mig eftir brjóstaminnkunina og er farin að vinna ca. 6 klukkutíma á dag. Er orðin sátt við útlitið á brjóstunum þar sem þau eru ekki eins þrútin og bólgin lengur. Ég er öll í meira samræmi en áður, því þó svo að ég hafi grennst heil ósköp þá minnkuðu brjóstin ekkert og ég í yfirstærð barmlega séð.
Fór seint á fætur í morgun og byrjaði strax á því að fara í þykka ullarsokka og flíspeysu yfir náttfötin. Útbjó mér hefðbundin helgarmorgunverð og sötra núna Caffe Lattið mitt.
Fráhaldið gengur vel og ég er ekkert á þeim nótum að hætta. Held mig enn við sama heygarðshornið að reyna að búa til góðan mat á hverjum degi.
Nú eru 3 jólahlaðborð framundan en ég er búin að gera ráðstafanir á bæði Hótel Loftleiðum og Grand Hótel varðandi matinn minn. Á bara eftir að hafa samband við Lækjarbrekku og panta sér handa mér.
Ég kemst í kjólinn fyrir jólin, það er víst ;-)
2 Comments:
Frábært að það gengur svona vel hjá þér :) mér finnt þú fljót að jafna þig eftir aðgeriðna og farinn að vinna og allt :)
Það er bara frábært að komast í kjólinn fyrir jólinn :)
kveðja smuga
By
Nafnlaus, at 18. nóvember 2006 kl. 22:35
bara ég aftur :) ég setti þig inn á teingla hjá mér :) Ég vona að það sé í lagi hihi
kveðja smuga
By
Nafnlaus, at 20. nóvember 2006 kl. 19:04
Skrifa ummæli
<< Home