léttfimmtug

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Dagur 170 - fúllynd

Mikið óskaplega er ég búin að vera fúllynd síðustu daga!! Og á hverju bitnar það, á fráhaldinu því ég hreinlega nenni ekki að standa í þessu vigta og mæla dóti, grrr. En þar sem ég er minnug liðinna ára þá stóðst ég freistinguna um að fara út fyrir minn ramma, hélt mér á mottunni og hallaði mér að Vigtoriu grenjandi og í mikilli sjálfsvorkun.

Heimsótti "heimilisdoktorinn" í morgun og honum leist mjög vel á mig. Var tekin af blóðþrýstingslyfjunum Yippíe!!!! og honum fannst ég bara sæt með mín litlu brjóst. Setti það í hans hendur að ákveða kjörþyngdina hjá mér miðað við aldur og hæð. 65kg er fínt, en hann mælti með hreyfingu og líkamsrækt til að stinna líkamann aðeins.

Annars var hann ekki hrifinn að jójó áhrifum þyngdataps og aukningar. Sagði að það væri þó betra að vera aðeins í þyngra lagi heldur en að vera eins og harmonikka, 30 kg niður, 20 kg upp aftur 20 kg niður og aftur upp ef maður passar sig ekki... ekki par heilbrigt það ferli.

Nú eru ekki nema 4kg í kjörþyngdina hjá mér og verð ég nú að fara passa mig verulega með því að verða ekki of örugg með að ég geti leyft mér allan andskotann í matarmálunum. Ég stefni á að vigta og mæla einn dag í einu það sem eftir er af mínu jarðneska lífi.

Ég held svei mér þá að skapofsinn í mér sé að lægja, sérstaklega eftir að hafa í morgun verðlaunað mig með sojapönnuköku m. steiktum ananas og cafe latte.

1 Comments:

  • Þú verður nú ekki lengi að ná þessum 4 kg af þér :) Jú það er örugglega erfiðas að halda kjörþyngdinni í jafnvægi.

    Gangi þér vel að koma jafnvægi á skapið hihihi

    kveðja smuga

    By Anonymous Nafnlaus, at 24. nóvember 2006 kl. 21:51  

Skrifa ummæli

<< Home