léttfimmtug

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Dagur 173 - Hlaðborð að baki

Jæja, þá eru hlaðborðin að baki. Allt gekk stórslysalaust fyrir sig og ég naut mín í félagskap vinnufélaga minna á föstudag og míns ektamaka í gær. Við erum furðuskepnur mannfólkið, öll sú orka sem við setjum í að borða margar og skrautlegar matartegundir, sem svo að lokum smakkast kannski ekkert voða vel.

Þegar ég horfði á föstudag yfir föngulegan hóp fólks sem var að kýla sig út af réttum sem voru sóttir mörgum sinnum á mismundandi stórum diskum, og sá vínið sem streymdi rautt, rósrautt, hvítt, gullið og svo sem sykursæt leðja sem brenndi sig niður hálsinn niður í maga í þeim tilgangi að róa meltinguna og hraða henni smá, þá hugsaði ég með mér! Hvernig skyldi mér líða eftir mitt rosa salat, lambalundina og steikta grænmetið mitt á morgun? Skyldi ég vera með uppbelgdan búk og innantökur? Óánægð með að hafa hlaðið á mig einu kílói eða kannski betur? Þetta er eiginlega spurning sem ég get ekki svarað nema fyrir mig. Mér leið betur með að borða ekki yfir mig, en aðrir hafa vafalaust notið þess í botn að borða hressilega svona einu sinni rétt fyrir jól og svo ekki söguna meir. Aðrir sem rétt nörtuðu í réttina af því bragðið var það eina sem skipti máli en ekki það að kýla vömbina fulla, vöknuðu hressir að morgni næsta dags.

Það er gaman að hitta gamlar kunningjakonur sem hafa ekki séð mig í nokkur ár, heyra þær hrópa upp yfir sig að ég líti út fyrir að vera tuttugum árum yngri! Leit ég þá út fyrir að vera sjötug?!! Eða lít ég í dag út fyrir að vera þrjátíuogþriggja ára af því ég er að verða fimmtíuogþriggja ára? Skiptir ekki máli, mér líður vel innra með mér og hið ytra líka.

En það er skammt öfganna á milli og ég sem matarfíkill verð að passa mig að verða ekki og örugg með að mér sé batnað.

2 Comments:

  • gott hjá þér að missa þig ekki í ..æi... maður verður nú að lifa og láta eftir sér fílinginn;)þannig hef ég oft platað mig.... gangi þér vel.....knús.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 27. nóvember 2006 kl. 14:55  

  • Þú ert ekki smá dugleg að missa þig ekki í allan þennan mat :)

    Til hamingju með þennan árangur :)

    kveðja smuga

    By Anonymous Nafnlaus, at 29. nóvember 2006 kl. 19:10  

Skrifa ummæli

<< Home