léttfimmtug

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Að loknu sumarfríi

Það er nú ansi langt síðan ég hef bloggað, enda búin að vera í sumarfríi. Hef fylgst með ykkur öllum.

Af mér er það að frétta að ég ákvað að sleppa fram af mér beislinu og fá mér að borða án þess að vigta og mæla, fá mér súkkulaði og allt það sem hleypur manni í spik. Fyrsti Swiss Mocca bollinn var æðislegur, fyrsti súkkulaðibitinn var fínn, fyrsti ísinn unaðslegur og svo varð þetta venjulegt. Síðan var erfitt að hemja sig og alltaf ætlaði ég að byrja á morgun að vera í matarrútínu.

Það hafa sest á bossann 6kg, sem er svosem allt í lagi þar sem ég er enn í kjörþyngd og er ekki eins teygð í andliti og ég var léttust.

Þar sem ég vil ekki vera í hömluleysi þá er ég farin að vigta og mæla aftur nema eina breytingin er að ég fæ mér sex máltíðir á dag. Morgunmat, hádegismat, kvöldmat og þrjá millibita. Er að skoða þetta í viku og sjá til hvernig þetta leggst í mig. Einnig er ég búin að taka inn gróft brauð, hýðishrísgrjón og aðrar grófar kornvörur.

Ég er hömlulaus ofæta, það fer ekki á milli mála -

Mikið er nú samt gaman að vera til. Sumarið yndislegt og lífið geislar.