léttfimmtug

mánudagur, apríl 10, 2006

Pukur á annari viku

Þá er ég á degi tvö á annari viku sem laumufarþegi á DDV.

Gærdagurinn var púkadansadagur eins og SúperS segir og hömuðust þeir á öxlinni á mér allverulega á tímabilinu 16:00 - 18:00 og er ég ekki frá því að vera smá axlarskökk í dag. Þarna sannast að hausinn er meira vandamál en maginn, því ég er að sjálfsögðu ekki svöng á öllum þessum mat sem ég innibyrði. Nei! það er hausinn, fíkninn eða hvað svo sem það er sem segir manni að kafa ofan í sælgætispoka, cheeriospakkann eða það sem er þráhyggja þann og þann daginn.

Samt komst ég þó þokkalega í gegnum þetta þó hnefinn væri kominn vel niður á botn í cheeriosinu.. maður dró hann "hnefann" bara til baka og lokaði kokinu og sneri sér að öðrum málefnum þ.e. vatninu.

Í dag er ég klædd í tígrísdýra jakka í no. Medium - hann situr dálítið þétt á mér en er ekki þröngur - þetta er jakki úr ZikZak og þá veit ég ekki "málskalann " hjá þeim - þið vitið Suður-Evrópsk númer eru alltaf minni en þau Norður-Evrópsku.

Nú er ég með fullan maga eftir morgunmatinn.
1 brauðsn. 8 gr sulta og 25 gr ostur ásamt 100 gr fjörmjólk -
Hádegismaturinn eru 40 gr eðalskinka, 80 gr skyr og grænmeti 300 gr.
Í kvöld verður það svo 170 gr fiskur, 100 gr kartöflur og 400-500 gr grænmeti

Kv.
Laumufarþeginn

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Laumast enn

Enn laumast ég þetta á DDV og er fimmti dagurinn í dag. Ég tek þetta upp á grammið og fer ekki út úr húsi án þess að vera búin að planleggja næstu máltíð.

Skrýtin þessi matarþrjáhyggja !!! Ég er ekki alveg að skilja hana, enda kannski mér ekki ætlað að skilja. Maður er eins og maður er!.. og stundum verður maður hreinlega að beygja sig undir að utanaðkomandi aga verður að beita.... þess vegna hentar mér að hafa ramma utanum mitt matarplan einn dag í einu.

Ég hlakka samt til þegar fötin fara að sitja aðeins lausar og þegar ég get aftur tekið fram nýju fötin sem hafa aðeins verið notuð í nokkrar vikur.

Býst líka við að ég verði jafnlengi að ná af mér skemmdunum og þau komu á.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Laumufarþegi á DDV

Ég er búin að vera að pukrast á DDV síðan á sunnudag og hefur allt gengið skv. plani. Minnug þess að í lok árs 2003 þegar ég skráði mig sem gildan lim í DDV og sá sjáanlegi árangur á mörgum þeim kunningjakonum mínum sem hafa misst tugi kílóa á DDV, þá ákvað ég að gefa þessu sjens einn dag í einu.

Mér fellur þetta ágætlega og finnst grænmetið ekki of mikið það sem ég hef haft reynsluna í sautján mánuði að borða ca. 1kg af grænmeti í dag.

Ég ætla ekki að skrá þyngd mína og ætla ekki að svo stöddu að fara á vigtina læt fötin ráða ferð og þegar ég hef náð hugrekki að stíga á vigtina, þá verðið þið fyrstar að vita tölu - en daman er komin úr 61.5kg í "vafalaust" 75kg ef ekki meir... Já, þyngdin kemur fljótt á aftur ef maður passar sig ekki.

Ég hef fitnað á of miklum mat. Allt að þrjú súkkulaðistykki á dag fyrir utan reglulegar máltíðar og snarl þar á milli - svo ég er ekki hissa á þyngdaraukningunni.

Nú vil ég ekki lengur ferðast í feitum líkama því sjálfsálitið hefur dalað og ég finn vanmátt þegar ég ætla að fara á meðal fólks... og ég ræð för að sinni þ.e. ét ég þar til ég dey eða vil ég lifa heilbrigðu lífi fram að þeim tíma sem sál mín ákveður að ferðast eitthvað annað.

Í dag hef ég borðað:
30 gr cheerios
1/2 banani
1 brauðsn.
100gr fjörmjólk

1 egg
1 pylsa
1 brauðsn
400 gr grænmeti
1 tsk fita

Kvöldmaturinn verður
50 gr kjúklingur
70 gr nýrnabaunir
500 gr grænmeti
75 gr hrísgrjón
1 tsk fita

200 gr AB
150 gr jarðaber

Ég held að þetta sé nokkuð góður DDV dagur.