léttfimmtug

laugardagur, maí 06, 2006

Er hér enn að pukrast

Undarlegur andskoti hvað búið er að rugla menn og konur hvað varðar útlitsþörf. Mér finnst eins og það sé ætlast til þess af mér, konu á sextugsaldri (ungri notabene) að ég líti út eins og þunnholda 12 ára unglingurinn sem stóð við hlið mína 10cm lægri en ég í gær (ég er 160cm þeger góður gállinn er á mér)... ljóst hár hennar, blá augu og smávaxin beinagrind tilheyrði hennar aldri. Ég þarna við hennar hlið, lágvaxin, þéttholda með litað rautt hár (er að reyna að endurheimta æskulitinn) var í fullkomnu samræmi við hlið ungu stúlkunnar. Það voru rúm 40 ár sem skildu okkur að.
Þegar ég svo leit í gler bakaraofnins í morgun meðan ég var að laga mér DDV vænan morgunverð sá ég aftur þessar fallegu þéttu línur, ekkert of feit... bara laglegar línurnar á heitum kroppnum. Þökk sé þessum þéttleika kroppsins mín þá státa ég yfir þó nokkru unglegu andliti og þegar ég er ekki fanginn í þráhyggju matar- og útlitsfíknar og sætti mig við líðandi stund eins og hún kemur, þá dillast hláturinn upp úr mér eins og þegar ég var ung.
Að sjálfsögðu er mér heldur ekki ætlað að vera föst í ofurfeitum líkama þar sem allskonar sjúkdómar og óþægilegheit herja á, þessvegna verð ég að lifa lífi með mínu matar- og hreyfiplani.
Búin að vera alveg streit á DDV planinu ásamt þess að labba ca. 1 klukkustund á dag og mér líður vel í dag.