léttfimmtug

sunnudagur, október 31, 2004

287-288 / Svengd

Ég er farin að verða svengri á milli mála núorðið. Mig dreymir líka orðið svindl drauma um mat. Ég skólfa í mig kolvetnum sem ekki má og segi svo við sjálfa mig (í draumnum) að enginn þurfi að vita nokkuð um átið mitt. Fortíðin semsagt bankar upp til að minna mig á að ég þarf alltaf að passa það sem ég læt upp í mig.

Tengdaforeldrarnir eru hjá okkur núna, alltaf jafn gaman að fá þau. Þau auðvitað gátu ekki orða bundist yfir því hvað daman hefur rýrnað. Viðurkenni að það er gott að fá hólið. Það er sko ekkert mál að hafa fólk í mat og elda minn fráhaldsmat og svo kartöflur eða hrísgrjón handa þeim, sósur og jafnvel kaupa ostaköku í eftirrétt. Mínir nánustu eru ekki að ýta að mér mat sem ég vil ekki borða og bera virðingu fyrir ákvörðun minni um breyttan lífstíl.

Í gær fór ég í pottakynningu og þar hitti ég fyrir unga konu sem var nýbúin að fara í magaminnkun og framhjátengingu og hafði lést um 45kg og átti hún alveg örugglega ca. 30kg eftir. Hún sagði mér frá því að á spítalanum hafði verið með henni önnur kona, sem strax á þriðja degi fór niður í sjoppu og keypti sér prins pólo og coke - segjum svo að ofátið sé ekki fíkn sem ekki er alltaf hægt að stjórna. Mér finnst alveg hræðilegt að fólk leggi á sig svona erfiða aðgerð en nái svo ekki að stjórna hömluleysinu. Minnir mig bara á að þetta er líka andlegur sjúkdómur sem maður verður að halda í skefjum.

Það hlýtur að vera erfitt að langa í mat en geta ekki líkamlega leyft sér það. Einnig sagði hún mér að ef fólk færi að skófla í sig sætindum þá fitnaði það aftur. Fita semsagt skilar sér niður meltingarveginn, en kolvetnin og sykurinn fer út í blóðrásina og fólk fitnar.

Í dag er ég semsagt minnt á það hvað það er að vera svangur og ég þarf að fresta fyrsta hömlulausa bitanum hvað eftir annað, en það er líka bara í lagi.

föstudagur, október 29, 2004

286 - Eftir grenningu

Var búin að skrifa heljarinnar póst fyrr í morgun og hann týndist. Reyni aftur.

Þegar grenningu er náð þá bætist á mann bæði prótein, fita og ávextir. Maður þreifar sig svo áfram þar til maður finnur þann matarskammt sem hentar manni til að viðhalda kjörþyngd.

Maður heldur áfram að vigta og mæla sínar þrjár máltíðir á dag, ekkert á milli mála. Þannig að draumurinn um hin og þessi kolvetnin mun ekki rætast, nema maður vilji fitna aftur. Það er víst reynsla flestra sem hafa lést um tugi kílóa, að ef maður ekki passar sig áfram þá koma þau einn, tveir og þrír. Mín eigin reynsla er sú að eftir hvert átakið þyngdist ég meira en ég léttist.

Ég veit innst inni að ég hef hitt á það matarræði sem hentar mér. Veit samt líka að það eiga eftir að mæta mér freistingar, og þá er bara að muna hvernig mér leið feitri og veikri.

það er æðislegt að vera orðin grönn. Framkoma fólks hefur breyst gagnvart mér, viðhorf mitt gagnvart sjálfri mér hefur breyst. Þegar maður hættir að borða yfir tilfinningar þá breytist svo margt til batnaðar.

fimmtudagur, október 28, 2004

284-285 / Það haustar að

Mér fannst mjög gott að fá mér að borða í gærkveldi. Var og er orðin frekar svöng, sem segir mér að kjörþyngdin er á næsta leiti. ´

Rósa frænka er í heimsókn, en sú heimsókn kallar ekkert á sætindi eða sukk. Ég blæs að vísu að út og fæ bjúg af öllu þessu blóðtapi. Mætti líka á þessum tímapunkti vera dulegri við vatnsdrykkjuna, en hún situr á hakanum. Nenni varla að standa upp og ná mér í vökvann.

Stelpurnar í vinnunni eru farnar að spekúlera í jólamatnum, og ein þeirra spurði mig hvort ég gæti borðað sósuna með hamborgarahryggnum!!!! Nei, ég borða bara kalda sósu eða eitthvað annað sem fellur vel að reyktu kjötinu. Á frekar von á því að geta haldið þetta fráhald mitt þá og býst við að vera komin í kjörþyngd rétt fyrir jólin.

Ég bjó til sósu úr pestói, tomato tapenade og cherry wine tomatsósu, grænmetiskrafti, salti og pipar. Sauð gulrætur og rófur, skar þær smátt niður og blandaði saman við sósuna - nammi namm - en ég horfði samt smá öfundaraugum á pasta eiginmannsins.

þriðjudagur, október 26, 2004

281-283 / Lífið sinn vanagang

Oft, sem betur fer gengur lífið sinn vanagang. Hver dagur öðrum líkari og fátt sem kemur manni á óvart, nema helst manns eigin hugsanagangur!!! Maður er svo duglegur við að búa sér til innri veruleika, og flýja þangað þegar leiðinn hellist yfir mann.

Draumar um súkkulaði, tertur og önnur matvæli er eitthvað langt í fjarska, rétt eins og dagdraumar tengdum prinsi á hvítum hesti. Ég man þegar ég var unglingur þá voru þannig draumar svo raunverulegir að maður fann snertingu prinsins og eldheita kossa hans á vörum manns. Svo dofnuðu þessir draumar þegar maður fullorðnaðist, og núna ef maður vill upplifa þessa dásamlegu tilfinningu þá þarf maður að rembast eins og þegar harðlífið grípur mann. Sömu sögu má segja um minninguna um súkkulaðið, terturnar. Ég man varla bragðið, en finn þó enn fyrir silkimjúkri áferð súkkulaðirúsínunnar þegar hún léttilega þeyttist um munnhol mitt bráðnandi niður í maga. Jú, ég viðurkenni það fúslega, vildi alveg kála svona hálfu kílói í vetrarkuldanum. Fullt tungl og mjúkar rúsínur fara svo vel saman.

Ég hef vigtað og mælt í dag og borðað það sem mér er fyrir bestu. Í fyrramálið ætla ég að gæða mér á sojapönnuköku með bláberjum og útþynntu vanillu skyri.is - nokkuð gott skal ég segja ykkur.

Gangi ykkur öllum vel og njótið þess í kvöld að horfa á tunglið næstum fullt á himni.

laugardagur, október 23, 2004

278-280 / Þakklæti

Í dag er ég eitthvað svo þakklát. Ég horfi út um gluggann og við mér blasir Esjan svo róleg og staðföst. Það gárar smá á sjóinn og allt umhverfið hefur þennan djúpa lit haustsins.

Þetta er líka sérstakur dagur, litla engladóttir mín er þrettán ára í dag. Heil þrettán ár síðan hún kom í heiminn löngu fyrir tímann. Þetta er líka dagurinn þegar ég byrjaði að borða yfir sorgina, þegar ég hætti að leyfa tárunum að flæða og lokaði á allt með mat og sælgæti.
Ég kveikti kerti fyrir elskuna meðan ég útbjó morgunverðinn. Það er mynd af henni á eldhúsborðinu vinstra megin við eldavélina. Henni fannst nefninlega gaman að fá að fylgjast með mömmu sinni elda þegar hún var á jörðinni.

Ég fylltist þakklæti yfir því að hún er ekki hér í þjáningunni, heldur á öðrum góðum stað, kannski í Landinu handan fjarskanum (eins og Míó litli) þar sem allir hafa verið frelsaðir undan örlögunum sem hinn illi Kató lagði á litlu börnin og dýrin.

Þakklæti líka yfir því að þurfa ekki að grípa til kolvetna til að finna ekki fyrir sorginni og missinum yfir því að barnið mitt er ekki hér, sem heilbrigður unglingur.

Ég bjó mér til góða sojapönnuköku með rjúkandi heitum kanileplum, sterkt espresso kaffi með froðumjólk í morgun. Horfði í kertaljósið og sendi út í himingeiminn eina litla bæn, handa látnum dætrum mínum, litlu krílunum mínum, stóru stelpunni minni og hennar maka, manninum mínum, sjálfri mér og öllum þeim sem eru með mér í átaki. Ég trúi á einhvern mátt eða orku sem heldur manni gangandi og ef maður "pluggar" sig inn í orkuna þá geta góðir hlutir gerst!!! Er allavega að prufa þetta, og það virðist gera mér lífið auðveldara.

Í dag ætla ég að halda útskriftaveislu fyrir systurdóttur mína, en hún er að útkrifast með BA í sálfræði, mamma hennar er stödd í nokkra mánuði erlendis, svo það kemur í minn hlut að skaffa húsnæði, en bróðir hennar "snilldarkokkurinn" eldar fiskisúpu. Það er ekki ætlast til að ég taki þátt í átinu og allir í kringum mig eru meðvitaðir um að ég borða ekki ákveðnar fæðutegundir, þannig að mér er jú boðið, en engu ýtt að mér. Fólk sýnir mér þá virðingu að hvetja mig ekki til áts, né verður móðgað þegar ég borða ekki það sem það er búið að útbúa. Það myndi heldur enginn ýta að mér sykri ef þeir vissu að ég væri sykursjúk, heldur sjá til þess að við hendina væru matvæli sem ég gæti borðað. Ég er nefnilega hömlulaus ofæta og ef ég byrja á þessum eina bita, þá er andskotinn laus.

Ég get ekki ítrekað það nógu mikið hvað líðan mín í dag er allt önnur en í byrjun árs, þegar ég var orðin fársjúk af ofáti. Spikfeit og heilsan búin. Vil ég það aftur til baka, NEI!!! Og hvað verð ég að leggja á mig til þess að lenda ekki þar aftur. Segja "nei" þegar mér er boðinn matur sem hentar mér ekki. Láta vita ef mér er boðið í mat, að ég sé á sérfæði og hvort það sé í lagi að ég borði á undan eða komi með grænmeti með mér ef upp á vantar. Próteinið get ég alltaf fengið hjá gestgjafa. Taka fram að ég þurfi að vigta matinn minn og fá að gera það í eldhúsinu - útbúa salat sem borið er fram sem forréttur og vigta á diskinn aðalréttinn sem einnig er borinn fram samtímis mat hinna. Enn sem komið er get ég gert þetta.

Þegar standandi partý er, þá borða ég áður en ég fer á staðinn og dreypi bara á sódavatni eða diet drykk (er að reyna að draga úr því líka). Mál eða vandamál? Ekki vandamál, en það er mál að gera þetta og maður þarf að venjast því að standa með matnum sínum og sjálfum sér. Hvað gerist svo í framhaldinu? Jú, maður fer að standa með sjálfum sér á öðrum vígstöðvum í hvívetna.

Þetta á ekki að hljóma sem siðaprédikun, heldur er þetta einungis mitt blogg um mína aðferð. Ég gæti ekki gert þetta nema afþví að ég er heild af fólki sem er að gera það sama og ég. Svo blogga égmeð konum sem eru að berjast við sína mataráráttu, það líka veitir mér ótrúlegan styrk.

Í kvöld fæ ég svo að hitta eina ykkar en hún er að útskrifast með Mastergráðu frá HÍ. Til hamingju.

miðvikudagur, október 20, 2004

276-277 / prófdagur

Hér sit ég og er að reyna að troða heillri miðöld inn í hausinn á mér rétt fyrir próf. Mig langar einna helst að troða munn og maga fullan af kolvetnum, svo ég hætti að finna fyrir þessari vanmetakennd. Ég næ ekki samhengi á milli orsaka og afleiðingu í þeirri mannkyns- og Íslandssögu, sem ég er að lesa. Hausinn á mér er eins og sigti, sem strax skilur út stærstum hluta þess, sem ég les. Og prófið er eftir klukkutíma. Ands... að vera búin að taka þessa ákvörðun fyrir mánuðum síðan að borða ekki hvað sem á gengur, og allra síst í gegnum prófkvíða.

Ég borða bara þrjár vigtaðar og mældar máltíðir og ekkert á milli mála nema tyggjó. Ég er búin með tvo pakka nú þegar og ætla að "éta" meira tyggjó og fá mér diet gos að drekka. Ekki bara hálfan líter, nei, ég ætla að stúta heilum lítra af diet gosi og heilum lítra af Egils kristal!!!

Magna Carta, Rósarstríð, Ásbirningar, Gissur Þorvaldsson, Djengis Kahn, Valdimar atterdag!!! og margt fleira sem þessi rósótta og skrautlega bók staðreynda geymir. ARGGGGGGGG - en ég bað um þetta sjálf, vil læra meira og meira og verð að hafa fyrir því.

Ég verð bara að sætta mig við að vera orðin hálfrar aldar gömul. Slugsa eins og unglingur, en geta þó ekki troðið í mig öllum þeim upplýsingum, sem til þurfa á hálfum degi, eins og ég gerði þegar ég var á unglingsaldri!!! Ef ég næ fimm í sögu, then so it be!!! Einbeiti mér frekar að íslensku ritgerðinni, sem er úrdráttur úr Elsku Mío minn eftir Astrid Lindgren, og fyrirlestri úr henni á morgun. Síðar annað kvöld er skriflegt prófi á ensku úr Mýs og menn eftir John Steinbeck. Einhvernveginn á ég auðveldara með þau fög en þurrbókarlestur miðaldanna. Leiðinlegt og fúlt, en það má venja sig á það eins og á framandi mat, sem síðar verður góður og ómissandi.

Annars, gengur allt hitt bara sinn vanagang. Ég vigta enn og mæli og ímynda mér að þetta sé bara fínt svona í dag. Ég er þó farin að verða svengri en áður, og segir það mér að kjörþyngdin er að nálgast, enda held ég að sundlaugarvigtin segi 65kg í stað þessarar heima sem segir 66.8 kg.

OK, ég ætla að gera síðustu tilraun til þess að lesa og fara svo í prófið, krossa fingur og vona hið besta.

Kveðja
Ein í græðgisham

mánudagur, október 18, 2004

275 - vigtunardagur

Jæja, það fóru 1.5kg þennan mánuðinn og ég er komin niður í 66.8kg. Alls eru farin 22.5kg á 9 mánuðum.
Auðvitað hæstánægð með þetta og hlakka bara til að halda áfram niður í 62kg.

sunnudagur, október 17, 2004

273-274 / próflestur

Í gærkveldi fór ég í fimmtugs afmæli. Ég var búin að hringja í afmælisbarnið nokkrum dögum áður og viðra það við hann hvort það myndi særa hann ef ég kæmi með mitt eigið "backup" ef svo skyldi bera við að ekki væri nægilegt grænmeti fyrir mig. Ekkert mál, svo ég mætti með mína vigt og mitt grænmeti, en lambið fékk ég þarna í veislunni.

Ég er alltaf að upplifa meira og meira frelsi varðandi þessa sérvisku mína, svo Guðslifandi fegin að þurfa ekki að borða til að þóknast fólki. Að koma heim að loknu boði ánægð með að vera ekki pakksödd, bumbult og með slæma samvisku yfir að hafa eina ferðina enn að hafa farið yfir strikið.
Get alveg sagt það heiðarlega: miðað við þessa nettu skammta sem voru í gær þá hefði ég þurft að koma við í sjoppu til að fá meiri mat, því fíknin hefði verið á fullu hjá mér - ég hefði beðið eftir því að maki minn væri sofnaður og síðan lagst á beit í búr- og ísskápnum. En í staðin fyrir það þá borðaði ég:

200 gr blandað salat
20gr majones og sítrónu safi, salt og pipar (alveg ágætt svona)
100 gr lambafillet
300 gr mix rófur, gulrætur, paprikka og laukur svissað í pestósósu
2 bolla af kaffi

Ég stóð semsagt upp frá borðum södd og ánægð með að hafa haldið fráhaldið í enn einn daginn.

Á morgun er svo vigtunardagur - og í dag er bókalestur því það eru framundan fjögur próf í næstu viku, og hana nú segi ég nú bara.

föstudagur, október 15, 2004

270-272 / Of mikið að gera

Það má nú segja það, of mikið að gera og maður orðin eins og hauslaus hæna sem hleypur í hringi. Vildi að ég hefði orku æskunnar og vit ára minna!!! Hvað er ég að segja, ég held ég hafi ekki haft þá orku hér áður fyrr sem ég hef í dag, er tuttugu sinnum hressari en fyrir tuttugu árum síðan þegar maður var að byrja í ofátinu.
Fyrir langa löngu síðan var grönn stúlka sem hafði allt til brunns að bera, nema að hún var með mjög lágt sjálfsmat. Hún var feimin meðal fólks en leyndi því með stóru og sveiflugjörnu skapi. Stúlkan hafði af slysni lært að kolvetni slógu á einmanaleik hennar og kvíðatilfinningu og byrjaði að nota þau óspart. Hvert súkkulaðistykkið af fætur öðru lentu uppí munni hennar, ofan í maga, utan á maga og læri. Áður en hún vissi var hún orðin fangi í ofáti, vanlíðan og lifði í þokukenndri veröld. Átið var búið að ræna hana orku sinni og leit hún út eins og lufsulegur útbólginn koddi. Henni leið eins og að lífið myndi aldrei verða skínandi tært og skemmtilegt.
Árin liðu og vanmátturinn varð meiri og meiri, sjúkdómar fóru að herja á hana og það komu þau augnablik að hjartað hamaðist í kolvetnasjokki ótt og títt og komið að því að bresta. Blóðþrýstingurinn hækkaði og suðið í eyranu magnaðist. Hana verkjaði í hné, mjaðmir og ökla og mæddist við hver fótspor sem hún tók. Lífið var farið að verða henni kvöl.
Það var svo einn góðan veðurdag að hún sá koma aðsvífandi prins á hvítum hesti, hann bar með sér lausnina að nýju lífi!!! og í hverju var lausnin fólgin? Jú, hún var fólgin í uppgjöf og viðurkenningu á vanmætti gagnvart hömlulausu ofáti. Viljinn til að lifa vaknaði í brjósti hennar aftur og hún tók við að vigta og mæla og hefur gert það í tæpa níu mánuði.
Á þessum mánuðum eru farin rúmlega tuttuguogtvö kílo og fatastærðin komin niður í þrjátíu og átta. Blóðþrýstingurinn hefur lækkað, svefninn batnað, kvíðinn farinn og lundin orðin léttari.
Það er á hverjum degi samt að ég verð að minna mig á að ef ég fer til baka í fyrsta bitann þá er líklegt að ofátið fari af stað á fullt aftur. Minnug þess hvernig mér leið fyrir átjánda janúar s.l. og muninn hvernig mér líður nú.
Held áfram að vigta og mæla á hverjum degi:
MM
400gr AB mjólk
1 epli
HM
Hveitikímkaka úr 30gr hveitikími
100gr hakk steikt með pestói, tomatpaste, kjúklingakrafti, basilikum og pipar
60gr Taco sósa hot
140gr blandað salat
15 gr majones
Ég hita aðeins hveitikímskökuna í micro (1min) set salatið ofan á, blanda majó og salsa sósu saman við kjöti sem ég hita í örbylgjuofni í 2min 0g set ofan á salatið. Útkoman er góð tortilla.
KM
100 gr kjúklingur
300gr gulrætur og rófa smátt skorin og soðin í saltvatni
100 gr sósa úr Taco sósu, tómatpuré, basilicum pastasósu, kjúklingakrafti, lauk, paprikku, hvítlauk og sítrónupipar
100 gr blandað salat
30 gr fita (notaði það sem ég steikti sósuna og kjúklinginn upp úr)
En ég er samt smá ponsu svöng - á svo stutt í kjörþyngd að líkaminn er farinn að kalla á meiri mat. Þar sem ég er 159cm á hæð þá er ég að spekulera hvort ég eigi ekki að stoppa við 61kg - verð líka að taka mið af aldri, ekki er gott að vera of toginn í útliti.
Hei, ég fann bacon kæfu frá Ali - hún er leyfileg í mínum kúr. Hlakka til að fá mér hveitikímsköku á morgun með henni og malakoffi.




þriðjudagur, október 12, 2004

268-269 / Ójá, flensan á sínum stað

Get ekki sagt að ég sé orðin alveg heil heilsu. Er voða þreytt greyið atarna, en ekki það mikið að réttlæting finnist til þess að húka heima undir heitri sæng.

Svengdin lætur ekki á sér kræla og má ég kalla mig heppna með að geta klárað hvern dag án þess að falla í ólögleg kolvetni eða ofát...!!! skil bara ekki hvaða andi kom yfir mig fyrir nokkrum mánuðum, ætla ekki að reyna að skilja það - vera bara ánægð.

Í morgun stalst ég á vigtina - hef að vísu gert það undanfarna daga (skamm skamm) og rokkar hún eins og hjá ykkur hinum, til sönnunar um að það er aðeins ein tala sem skiptir máli, talan sem tekin er með mánaðar millibili. Þessi vigtarárátta er sönnun þess að enn er maður fastur í þyngdinni og öllum þeim hugsunum sem þar fylgja. Ég taldi mér trú um að ég væri með bjúg - bjúg!!! afhverju? jú, ég er þreytt, langvarandi þreytt. Ekki afþví að ég er með börn og bú, en ég er að vísu útivinnandi og í kvöldnámi með strembnu heimanámi, sem ég er næstum að koksa á. Já, hér má skynja sjálfsvorkun - aumingja ég, fimmtug og ekki enn búin að klára stúdentinn!!! ég gæti rassskellt sjálfa mig fyrir að hafa verið svona tætt á yngri árum og ekki séð almennilega fyrir námi mínu þá, en ok, núna ætla ég að reyna að klára svo ég geti gert skemmtilega hluti þegar ég er orðin stór.

Mig svíður smá í munnvikin, nýbúin að borða hakk steikt í eggaldin pestó, tómatpure, carb low barbQ sósu, cyenne pepper og kjötkrafi... gulrófur og gulrætur í taco sósu og grænmetiskrati og smátt söxuðu grænmeti (paprikka, laukur, tómatur og sólþurrkaðir tómatar) í kvöldmat. Nammi namm, og ég pakksödd en ekki bumbult.

Þessar frönsku rófur - bara sjóða eins og venjulega en ekki of meyrar, skera þær niður eins og franskar og steikja annaðhvort í djúpsteikingapotti eða á pönnu - krefst góðs magns olíiu en fitan er ekki að fita mig, skrýtið ekki satt. Það virðist vera Kolvetnin plús fita plús prótein sem fita.

Off I go to school - of mice and men tonight it will be

sunnudagur, október 10, 2004

264-267 - Skorradalur

Þá er ég komin heim úr Skorradal. Þvílík haustfegurð þarna uppfrá eða innfrá.
Var mjög fegin að ég fór þrátt fyrir að vera hundveik, sem ég er í raun enn en aðeins skárri.

Það voru þrettán dömur sem voru þarna, sumar þykkar og aðrar þvengmjóar. Þyngdartapið hjá einstaklinum var þetta frá 0kg (nýliðar) og upp í 50kg.

Það var eldað og eldað og eldað og mikið borðað og er maður enn stútfullur af góðgætum. Verst að þeir sem eru ekki inn í þessu kerfi gera sér ekki grein fyrir öllum þeim mat sem borðaður er.

Við héldum okkar fundi og höfðum kvöldvöku. Það var farið í göngutúra og í sund niður í Borgarnes. Mikil hlátrasköll voru um víðan völl og flestar mjög léttar í lund. Eitt er víst að ég fer aftur svona ferð á næsta sumri eða hausti. Svo vil ég taka það fram að maturinn er einstaklega góður og meira að segja borðaðar franskar rófur og eru þær ekkert síðri en franskar kartöflur.

Nú er bara að koma sér í gír og læra fyrir skriflegt dönskupróf á morgun - á ekki von á góðu þar, hef ekki lært í rúma viku og er á eftir - en held að ég komist í gegnum stöffið á kannsi 5 í einkun, ef Guð og vitsmunir leyfa.

miðvikudagur, október 06, 2004

262-263- Bévítans flensan

Óttalega er það pirrandi að vera með kvef ofan í háls og nefrennsli, en ekki það mikið veikur að það sé hægt að vera heima í bólinu. Vinnan kallar og maður sinnir skyldunni, annað en áður var þegar bein og hold voru ung og hugurinn ótaminn.
Gjarnan vildi ég liggja heima með hátt undir höfði, góða bók og Nóa Konfekt.. draumur hverrar miðaldra dömu ekki satt.
Freistandi er líka kakóbollinn ásamt ristuðu brauði, smjöri, osti og marmelaði og það mikið af því. Þessar hugrenningar mega samt aðeins vera draumar sem aldrei verða að veruleika.
Ég reyni að drekka eins mikið af vatni og ég get. Það má segja að ég ofnoti kaffið þessa stundina því það hressir mig við eitt augnablik.
Í kvöld fer ég í skólann klukkan sex og ætti ég þá að fá niðurstöðurnar úr sögu prófinu sem var fyrir tveimur vikum síðan ... óóó, ég hef ekki gert neina heimavinnu síðustu viku og ég smá óróleg því nú fara að hellast yfir mann aftur próf og enn meiri próf.
Allt þetta kallar á þörfina fyrir að borða, grípa í eitthvað sem róar mann niður en ég er staðföst og held áfram að vigta og mæla.
Nú um helgina á að halda í Skorradalinn, eitthvað um tíu til tólf GS konur sem ætla að eyða tíma saman í að byggja sig upp í fráhaldi. Sumar búnar að missa allt að fimmtíu kílóum og aðrar milli tuttugu og þrjátíu kílóum. Þetta verður spennandi og gaman að skiptast á að elda og ég ætla að taka það að mér að fara í gegnum mínar uppskriftir - kolvetnasnauðir réttir - hef ákveðið að hafa gaman af ef flensan stoppar mig ekki af.

mánudagur, október 04, 2004

256-261 - London

Þá er ég komin heim frá London með smá vott af hálsbólgu. Ég er þreytt, ótrúlega þreytt en ánægð með ferðina. Mér fannst London fín og hún gleypti mig ekki eins og í fyrsta skiptið þegar ég var átján ára.
Ég vigtaði og mældi í ferðinni og Vigt-orían mín litla átti sinn samastað í töskunni minni. En þetta var erfitt og það munaði mjóu að ég bara hreinlega hætti... svipurinn á sumum þegar ég pantaði - 100gr kjöt, 200/300 gr soðið eða steikt grænmeti og 200 gr hrátt 15/30gr fita - nei, ekki "potatoes", nei, ekki "corn" - nei, ekki "croutons" - nei, nei, nei...
Skemmtilegastir voru indversku veitingastaðirnir Yes, madam, of course, madam... en mér til mikillar ánægju þá fékk ég allt sem ég vildi - are you happy madam??? og góðan mat.
Við borðuðum sameiginlegan árshátíðarmat og var gert góðlátlegt stólpagrín að mér - og hún vigtar og mælir, jafnvel líka servíettuna sína.
Ég vigtaði og mældi á flottum veitingastað á hóteli, á indverskum veitingstöðum, einni krá og flottum ítölskum veitingastað á flugvellinum. Ég drakk bara kaffið í flugvélinni og borðaði mitt nesti þar.
Úff, þetta var töff en nú veit ég að ég get gert þetta hvar sem er í heiminum.
Töluvert fyndið var líka í gær þegar indverski þjónninn spurði : how fat where you maddam??? And has your health improved since you have been W&M ??? Hann hafði einu sinni áður fengið viðskiptavin með sömu þarfir.
Enska kráin sýndi mér pirring en ákváðu samt að ég væri kúnninn og létu mig hafa það sem ég vildi, til allrar lukku þá var ég með hveitikímköku á mér sem reddaði löglegu magni.
Það er yndislegt að geta án vandræða keypt sér föt no. 12 - við erum að tala um enska tólfið en ég er komin í 10 í evrópsku stöðlunum. Ég er ekki lengur föst í fötum sem eru nógu víð en alltof ermalöng eða síð.
Samstarfsmenn hvísluðu að mér að þeir væru stoltir afþví hvað ég væri staðföst og vildu að þeir ættu eitthvað af staðfestunni... humm, ættu að vita hvað það er bara stutt í að gefa eftir og að maður þarf að fresta fyrsta hömlulausa bitanum í eina mínútu í senn.
En hér ég ég, aftur komin til vinnu með háslbólgu og sársvöng - MIG LANGAR Í SÚKKULAÐI