léttfimmtug

þriðjudagur, mars 21, 2006

Vika 3

Þá er ég komin á viku þrjú í fráhaldi og er eina ferðina enn í fínum málum. Ætla ekki að segja þar til næsta fall byrjar... ;-)
Allt í einu pats búmm uppljómaðist fyrir mér að ég þarf ekki að háma í mig mat, ég þarf ekki að vera stöðugt að hugsa um mat, ég get lifað venjulegu lífi og haldið mig á mottunni hvað varðar hömluleysi.
Ég er líka að springa því ég borða svo mikið - blanda saman DDV og GS mataræði þ.e. leyfi mér fleiri kolvetni (brauð, hrísgrjón, pasta) en þegar ég var á GS matarplaninu. Núna vekja þessi kolvetni ekki fíkn með mér.
Ég fer ekki á vigtina því ég vil ekki vita hvað ég hef þyngst mikið síðan í júlí sl. en ég gæti trúað að það væru á milli 10-15kg, HALLELJUJA .... fljótt að koma á og seint að fara af.
Semsagt í dag er ég ánægð.

mánudagur, mars 13, 2006

Ég er enn á lífi

Ég er enn á lífi og er þessa stundina ekki í "hömlulausu" áti. Fór útaf sporinu og átti erfitt með að höndla hitt og þetta matarlega séð og át eins og svín. Það sannast að auðveldara er að halda sér í fráhaldi en að komast í fráhald aftur.

Nú er ég búin að halda mér á mottunni í níu daga og eru síðustu tveir dagar þeir auðveldustu, en hausinn á mér er búinn að vera mjög upptekinn af mat, mat, mat, súkkulaði og súkkulaði.

Ég komst í kjörþyngd og hélt að ég myndi ráða við að borða eins og hver önnur manneskja sem aldrei hefur átt við þyngdarvandamál eða át að stríða og fór að borða sem slík - það endaði með ósköpum... og er ég aftur orðin vel búttuð og engin föt til í skápnum mínum.

Ég hef ekki viljað skrá hér mína niðurför þar sem maður á alltaf erfiðara með að viðkurkenna ósigur heldur en sigur... en ég hef tapað orrustu núna en ekki stríði.

Ég get bara gert þetta einn dag í einu og verð að sætta mig við að geta aldrei borðað eins og venjuleg manneskja - ég er hömlulaus þegar að áti kemur.