léttfimmtug

laugardagur, október 29, 2005

Mér leiðist að nota erfiðleika sem afsökun!

En tveggja ára helvíti er að ljúka hjá mér þessa dagana með dómi í hérðasdómi vafalaust mér í hag, sem þýðir að ég fæ æruna til baka og þarf ekki að að byrja aftur á fátæktarreit. Mér líður eins og í lausu lofti þar sem spennan er búin að vera þvílík síðan í ágúst 2004 og það er eins og að ég hafi misst vin, vin sem samt sem áður hefur hryllileg áhrif á mig.

Ég eins og flestar ofætur hellti mér í át á hinu og þessu, bara til að halda uppá. Hér áður var það til að svæfa óþæginda tilfinninguna.

Ég byrjaði daginn í dag á DDV matarplani og ætla mér að halda því í dag. Fer síðan eftir hálftíma á OA ráðstefnu og hlusta á ofætur (bandarískar) sem eru búnar að vera í bata í kjörþyngd í tugi ára.

Lífið er ekki alltaf rósargarður en svo sannarlega í dag er hann hreinn hvítur garður með stillu þvílíkri að ég heyri sálina hvísla að mér að matarplanið mitt héðan í frá verður í lagi, að ég eigi eftir að eignast bata frá hömlulausu ofáti.

DDV verður mitt matarplan.

laugardagur, október 22, 2005

500gr niður

Sátt þar sem ég hef verið á skjön við matardagbókina mína. En það þýðir ekkert að vera með hálfkák. Gerum betur næsta laugardag.
Búin að vera á flakki í dag og er bara í fínu stuði.

föstudagur, október 21, 2005

Ekki góð stelpa DDV10

Ein ferð útaf planinu bíður annarri ferð þá sömu. Ég var semsagt úti að aka í dag, en OK það segir mér bara um hvað ég vil sjálfri mér vel. Er með í maganum afþví ég borðaði of mikið og of hratt.

Morgun
30 gr cheerios, 15 gr sulta, 30 gr brauð, 150 gr fjörmjólk, 1/2 banani
Hádegi
30 gr brauð, 50 gr ostur, 300 gr grænmeti, 1 appelsína
Kvöld
120 gr svínahnakki, 300 gr grænmeti, 15 gr fita, 200 gr létt ab, 1 epli

fimmtudagur, október 20, 2005

Kvöldið erfitt DDV 9

Kvöldið var erfitt og laumaðist extra inn fyrir mínar varir ... marga daga er maður sterkur og svo kemur eitt kvöld þegar varnirnar eru veikar og þá fer maður í gamla vanann sinn. Ég ætla ekki að hýða mig fyrir þetta heldur halda bara áfram eins og ég hef verið að gera að undanförnu, vigta og mæla matinn minn og borða það sem ég skrifa.

Dásamlegt að vera þetta mannleg að hrasa um steina sem ég sé ekki - ég er nefninlega þessi blinda ofátskona sem sé eða vill ekki sjá þegar fíknin er skynseminni yfirsterkari... en þetta er meðlætið sem ég fékk með kostunum inn í þennan heim og ég verð bara að lifa með því eins og vörtunum á milli brjósta mér sem stækka í sífellu.

Morgun
30 gr brauð
1 egg
1 epli

Hádeig
1 egg
40 gr pylsur
300 gr grænmeti
30 gr brauð

1 appelsína

Kvöld
120 gr kjúklingur
300 gr grænmeti
15 gr fita

400 gr ab létt
1 epli

Góða nótt

miðvikudagur, október 19, 2005

Ég er súkkulaðistelpa DDV 8

Stalst aftur á vigtina í morgun og voru öll aukagrömmin farin þannig að ég er sátt og veit að maður á ekki að vera að hoppa þetta daglega. Ég kem inn með tölu næsta mánudag þar sem vikuplanið mitt byrjar á mánudegi ... hef orðið í áranna rás skema kerling.

Sit hér og gæði mér á súkkulaðibúðing: 1msk kakó, 1 tsk oedker 1 tsk kartöflumjöl (3xtra) - sauð þetta í vatni og hræði síðan saman 250 gr AB létt og setti sætuefni útí. Skellti inní frysti til að kæla niður meðan ég steikti epli og stráði kanil og sætuefni útí bætti svo við 15gr smjörva - þetta dugði til að róa súkkulaðigrísinn.

Var að selja íbúðina mína í dag (kauptilboð) og er sjálf búin að kaupa, svo ég vona að einhver sem ég þekki gefi mér "ísvél" í innflutningsgjöf svo ég geti búið til þennan ís sem allir eru að tala um. En kannski er nóg um allskyns vélar í eldhúsáhaldakirkjugarðinum mínum hér heima, alltof mörg tól og tæki sem svo aldrei eru notuð.

Ég er sátt á DDV og mér finnst ég vera að komast út úr því að hugsa um mat allan daginn, ég borða mínar máltíðir og á svo líf á milli mála.

Morgun
30 gr brauð 15 gr sulta 1/2 banani 30 gr cheerios 150 gr fjörmjólk
Hádegi
80 gr sardínur 300 gr grænmeti 30 gr brauð - 1 appelsína
Kvöld
120 gr kjúklingur 400 gr grænmeti 75 gr hýðishrísgrjón 15 gr fita 1 epli 250 gr létt AB

þriðjudagur, október 18, 2005

DDV 7

Á morgun er vika liðin frá því ég fór að vigta skv. DDV - tvær undantekningar á þessum tíma, annars allt eins og plan segir til um. Ég er drulluhrædd um að ég sé að fitna - í morgun fór ég "vigtarpúkinn" á vigtina og ég hef þyngst um 700gr frá því á laugardag!!! OK, þetta er svo mikill matur hugsa ég að það er auðvitað bara ein leið og hún er að fitna.

Ég ætla samt að gefa þessu sjens áfram og fara eftir planinu eins og ég skil það og skrifa hér niður. Ef einhver "spottar" að ég sé að gera vitleysu, bið ég hinn sama um að leiðrétta mig mildilega...

Morgun: 30 gr brauð 15 gr sulta 1/2 banani 30 gr cheerios 150 gr fjörmjólk
Hádegi: 80 gr sardínur 320 gr grænmeti 30 gr brauð - 1 appelsína sem millibiti
Kvöld: 120 gr lifur 100 gr kartöflur 400 gr grænmeti 15 gr fita - 250 gr létt AB 1 epli

Og ég vona að uppþemban og þessi tilfinning að vera að blása út fari minnkandi.

mánudagur, október 17, 2005

Það er verið að drepa mig!!! - ég spring

Mér líður eins og rakettu á gamlársdegi sem bíður eftir því að verða sprengd. Hvur þó í hinu ljósasta ljósasta fann upp á öllu þessu áti? Mér er spurn, á að drepa mann eða hvað ;-) ?... ég hið ágætasta átvagl er að deyja af uppþembu og öllum þessum mat. Og svei mér þá ef ég á ekki eftir að verða lúsarlaus ef ég léttist á öllu þessu.

Draumurinn jú hefur lengi verið eða var þar sem ég er ekki lengur á barneignar aldri að vera með þessar þvengmjóu leggi og handleggi og brjóstin hátt upp og undir þessum háu brjóstum átti að vera stór bumba full af barni! Nú, jæja, jájá! Bumban er þarna svo sannarlega og grönnu leggirnir líka og svo handleggirnir með sínum bingóvöðvum sem sveiflast eins og gardínur þegar veifað er bless - en það er ekki barn í bumbunni ÓNEI! það er vindur og endalaus vindur - ég er ekki með þvagleka, ég er með REKAVIÐLEKA - fuss og svei.

Annars er ég ánægð, himinlifandi yfir þessu nýja matarplani mínu og ég er minnt á það af góðu fólki að þetta er ekki megrun, þetta er breyttur lífstíll og nýtt matarplan mér til grenningar og heilsubótar.

Morgun
30gr brauð, 1 egg, 5gr fita, 1epli
Hádegi
400gr grænmeti, 30 gr brauð, 80gr kryddað hakk
1 appelsína
Kvöld
170 gr bleikja, 400 gr grænmeti, 15 gr fita, 400 gr létt AB og 1 epli

Og ég er sprungin og HANA NÚ!

sunnudagur, október 16, 2005

DDV 5

Morgun:
30 gr brauð, 25 gr ostur, 15 gr sulta, 1 epli
Hádegi
120 gr ýsa, 300 gr grænmeti, 1 flatkaka
Millibit
1 appelsína
Kvöld
110 gr nýrnabaunir, 75 gr hakk, 400 gr grænmeti, 75 gr hýðishrísgrjón
400 gr létt ab og 1 epli

Ég vona að þið sérfræðingar geti frætt mig hvort þetta sé ekki alveg skv. DDV mælieiningum.

Ég er nú svo mikil ofæta að ég er að hugsa um mat allan daginn og bíð ætíð spennt eftir næstu máltíð. Ég bið og vona að ég losni við matarþráhyggjuna og geti lifað eðlilegu lífi á milli máltíða.

Í nótt var ég andvaka og af gömlum vana hellti ég í mig stórri skál af cheerios og fjörmjólk - ég er næturáthrafn.

laugardagur, október 15, 2005

Lifur í kvöldmat DDV4

Lifur er nú eitthvað sem ég les og heyri að mörgum klíji við. Í kveld át ég lifur og með góðri lyst. Svissaði lauk og paprikku í 1 tsk af olíu og sítrónusafa og steikti síðan lifrina með slettu af sojasósu, múskati, pipar og salti. Tók lifrina af pönnunni og setti til hliða (laukur og paprikka urðu eftir. Maukaði Annie tómata og hellti á pönnuna ásamt örlitlu meira af sojasósunni, smásósulit og einum nautakrafti og leyfði þessu að malla í 20mín, henti síðan lifrinni aftur í og lét malla í 10mín.. þykkti síðan sósuna með smá maizena (vonandi er það leyfilegt) - unaðslegur lifraréttur með 100 gr kartöflum, 125gr gulrætum, 200 gr salta úr spinati, púrru og tómat ásamt salatsósu úr þessu leyfilega majó. Bjó mér síðan eftirrétt:
Oedker duft (ca. 2msk) soðið í vatni
160gr vanillu létt jógúrti hent útí og soðið
Smá vatni bætt við og aðeins látið malla
smá vanilla sett útí ásamt hermesetas sætuefni
Sett yfir 150gr jarðaber
1 msk kakó soðið í vatni
smá sætuefni
40gr 10% sýrður rjómi bætt útí
Þetta sett ofan á búðinginn

ÉG ER AÐ SPRINGA OG ER ENN EKKI AÐ FATTA AÐ ÉG GRENNIST Á ÞESSU - BÍÐ FREKAR EFTIR 1KG PLÚS AÐ VIKU LIÐINNI.

Á morgun:
30gr cheerios, 150 gr fjörmjólk, 30 gr brauð 1/2 banani, 15 gr sulta
Hádegi
2 egg, 30 gr brauð, 300 gr grænmeti
Kvöld
140 gr bleikja, 100 gr kartöflur, 400 gr grænmeti, 15 gr majó, 150 gr jarðaber 225 gr létt AB

föstudagur, október 14, 2005

DDV 3

Ég er að springa ég er svo södd. Í kvöld steikti ég úrbeinaða kjúklingaleggi í 1/2 tsk af olíu, setti síðan saman við lauk og paprikku og svo eina dós af niðursoðnum tómötum sykurlausu, kjúklingakraft og oregano ásamt smá af sojasósu, úr þessu varð æðisleg tómatsósa sem ég setti út á 75gr spagetti, til hliðar hafði ég salat úr spinati, tómötum, purrulauk og paprikku - salatsósa úr 15 gr majó, sinnep, krydd og smá sætudropar. Síðan soðið blómkál og rófur. Í eftirrétt steikt epli með rommbúðingi úr 400gr létt ab með Oedker búðingsdufti og sætuefni - úrkoman "magapína"

ER FRÆÐILEGUR MÖGULEIKI Á AÐ LÉTTAST Á ÞESSUM MAT???

Á morgun:
30 gr cheerios, 200 gr fjörmjólk, 30 gr brauð, 15 gr sulta 1/2 banani
Hádegi
1/2 flatkaka, 50 gr ostur, 300 gr grænmeti - 1 appelsína sem millibiti
Kvöld
120 gr lifur, 450 gr grænmeti, 15 gr majónes, 150 gr jarðaber og 200 gr létt ab.

Kjöthleifur m. Béarnaise sósu

150gr kjúklingahakk
50 gr skornir sveppir
100 gr rifnar gulrætur
50 gr rifinn laukur
Lófafylli af steinselju
Salt og sítrónupipar
Smávegis af hveiti

Béarnes sósa
30 gr létt majónes
béarnese essense
Tarragon
Salt

Önnur sósa
20 gr rifinn laukur
20 gr rifinn paprikka
20 gr rifnar gulrætur
1/2 dl kjúklingakraftur
100 gr fjörmjólk
sójasósa og smá sósulitur
30 gr létt majones
1 msk hveiti

Kartöflubátar
150 gr hráar kartöflur
salt
75 gr grænar baunir (frosnar og soðnar)

Blandið saman öllu og setjið í ofnhelda disk og bakið við 200° í 30 mínútur eða þar til orði gullið á lit.

Búið til sósuna

Þvoið kartöflurnar og skerið þær í 8 bita. Stráið og salti og pipar og bakið við 225° hita í 20-25 mínútur.

Notið 100 gr af kartöflunum og 75 gr af grænum baunum

Kjúklingur í karrý m. eplum, ananas og hrísgrjónum

Unaðslegur karrý kjúklingur:

150 gr soðinn kjúklingur í bitum
75 gr soðin púrrulaukur í sneiðum
100 gr soðnar gulrætur í sneiðum

Karrýsósa:
200 ml fjörmjólk
50 gr laukur í litlum bitum
1 epli í litlum bitum
1/2 dl kjúklingakraftur
ca. 4-5 tsk hveiti
salt og pipar
Karryduft, engifer, cumin, coriander (krydd eftir smekk)

125 gr ananas + 2 matskeiðar eigin safi

Svissið laukinn og eplið í kjúklingakraftinum, bætið við undanrennunni og látið sjóða. Þykkið sósuna með hveiti og kryddið með kryddum að vild og smekk.

Setjið soðinn kjúklinginn og grænmetið saman við karrýsósuna og látið sjóða aftur.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum og setjið ananasinn ofan á ásamt safanum.

Bon Apetie

fimmtudagur, október 13, 2005

DDV dagur 2

Dagurinn í dag gekk vel og er ég sátt. Ég er samt gráðug eins og endranær en næ að segja "átdjöflinum" að hann fái ekki meir en það sem er sett á disk fyrir hann.

Á morgun verður þetta svona:

Morgun
30 gr brauð
15 gr sulta
25 gr ostur
1 epli

Hádegi
1/2 flatkaka
80 gr bleikja
50 gr kartöflur
300 gr grænmeti

Millibiti
1 appelsína

Kvöld
120 gr lifur
300 gr grænmeti
50 gr kartöflur
15 gr majones

Kvöldnæring
250 gr AB mjólk
10 gr Oedker búðingsduft (má í DDV)
1 epli
Hermesetas sæta

Svo vona ég að geta sett inn jákvæðar staðhæfingar annaðkvöld.

Ákvað að prufa DDV

Jæja, með tilliti til allra þeirra sem hafa að vera ná stórkostlegum árangri hef ég ákveðið að stíga niður af eigin stalli og fara að vigta og mæla skv. því matarplani.

Morgun
30 gr brauð
6 gr sykurlaus sulta
1 epli (sem ég gleymdi)

Hádegi
30 gr brauð
15 gr majo
1 egg
300 gr grænmeti (hrátt)
75 gr skyr - með 6 gr sultu

1 epli í millibita

Kvöld
120 gr kjöt
300 grænmeti
100 gr kartöflur

Kvöldbiti
325 gr AB mjólk
2 ávextir t.d. epli (steikt m. Hermesetas sætu)

Er þetta rétt þið sérfræðingar.

Má borða rófur og gulrætur.

þriðjudagur, október 04, 2005

Dagur 11 - Gengur vel

Mér er að ganga vel. Hætt að stíga á vigtina þar sem hún er mislynd í skapi og ég nenni ekki að vera stressa mig á 300 upp 500 niður, hef þetta fráhald mitt sem langtíma markmið og áhersla á breyttan "matarlífstíl".

Ég var klukkuð og hér eru nokkrar staðreyndir um mig.

1. Ég hef aldrei verið ljóshærð með blá augu, hávaxin 90-60-90, enda ekki að sækjast eftir því meir. Sátt eins og ég er í dag, lágvaxin, rauðhærð með gránandi vanga og glettin brún augu.
2. Hef aldrei hlaupið Maraþon, en það er draumur sem vonandi einn góðan sumardag rætist með betra þoli og líkama í kjörþyngd.
3. Ekki enn komist til Hollywood og orðið að heimsfrægri leikkonu, en barnabarninu mínu því eldra finnst ég skemmtilegur furðufugl þegar ég les fyrir hana með leikrænum tilþrifum.
4. Ekki komist til tunglsins en hef þotist um himingeima í algleymi þegar sálartetrið hefur verið í jafnvægi, sátt við Guð og menn.
5. Aldrei farið á sjóskíði og mun héðan í frá ekki gera það.

Ég klukka Wannabeslimmy og Lilju

sunnudagur, október 02, 2005

Dagur 9 - Jájá

Það hefur gengið vel fram að þessu og ég hef haldið mig við fráhaldið nema að einu leiti í gær. Fór á Kabarett í gærkveldi (stórkostleg sýning) og svo á skrallið með dóttur minni. Þar sem lítið hafði farið fyrir kvöldmat þá leyfði ég undantekningu og fékk mér Höfðabát hjá Hlölla - og viti mann - maginn tók kipp og bossinn prumpaði þvílíkt af öllum því sem báturinn innihélt.

Mér þykir verst eftir mitt fall að ég á orðið takmarkað af fötum sem ég passa í, þar sem ég var búin að fara með stóru fötin í Rauða Kross gáminn. Svo er ég dálítið fúl yfir því að bumban er komin til baka, en þar er mín mesta fita - bumba og brjóst.

Einn dagur í einu - eitt skref í einu - ein máltíð í einu.