léttfimmtug

mánudagur, ágúst 30, 2004

226 - er ikke firs kilo :-)

Já dömur mínar - ég er byrjuð í kvöldskóla og er að læra dönsku 102 til stúdents!!! MuhahahaHa, fyndinn þessi... gamla gellan sem man ekki baun af því litla sem hún lærði fyrir 35 árum síðan - argggg, ég er gömul og grá en lituð og frá.

En ég er nú full af sjálfstrausti og fyrst ég náði enskunni mjög vel og reiprennandi hollensku þá munar mig ekki að bæta einni lítilli skrollandi dönsku í safnið. Í vikunni ætla ég að lesa prinsessan á bauninni eftir H.C. Andersen á dönsku og einhverjar málfræðireglur... ég gleymi bara svengdinni á meðan eða skyldu hún "svengdin" ýfast upp við það að liggja yfir bókum og reglum?... svo er það enska 303 á morgun, síðan sagnfræði 103 á miðvikudag (Sía hjálpar kannski) og íslenska 102 á fimmtudag.. semsagt fjögur kvöld í viku í skóla ásamt krefjandi starfi.

Trúi samt að heilinn á mér fari bara að virka betur og hraðar eftir því sem ég treð meiri upplýsingum í hann og losni þannig við snemmbær öldrunareinkenni..

Þetta kemur smá niður á þeirri reglu sem ég er búin að koma mér upp varðandi mataræðið þar sem ég verð að plana og elda á hraða og hafa mig alla við að gleyma ekki því sem er númer eitt í mínu lífi - fráhaldið - því án þess væri ég ekki að þessu námsbrölti.

Fyrsti dagurinn í vinnu gekk alveg þolanlega en ég þurfti smátíma til að koma mér aftur inní jobbið... langaði í hitt og þetta í munn og mallakút og fékk mér bæði Tab og Pepsi Max í dag plús einn pakka Xtra ... hálfum lítra of mikið af diet drykk og tyggjóið lætur mig reka of mikið við.. en ég hugsa sem svo að viðrekstur sé nú skárri en grömm á mjöðm.

Fór í nudd í dag og fann hvernig mjaðmabeinin boruðust ofan í nuddbekkinn þegar ég var hrist til og ég fann líka hvernig beinagrindin skrölti inn í of stórri húðinni á mér .... óóó, ég er lítil mús í stórri húð og beinin glamra í takt við marókkókanska rythma... en ég lít vel út í fötum og er skvísa í cowboybukser (gallabuxur á dönsku).

Læt þetta bull mitt duga í kvöld - ég hef borðað rétt og ekkert svindlað. Dugleg stelpa


sunnudagur, ágúst 29, 2004

225 - Yndislega Ísland

Ísland tók á móti mér um miðnætti í gær með sínum rökkvuðu draumum... nakin Reykjanesbrautin bauð ekki skjól eins og dönsku skógarnir og víðáttan opnaði innri augu mín fyrir dásemdum þess að fá að vera til.. að sjá mig eins og ég er án þess að skuggamynd laufsins trufli spegilmynd mína í sléttri tjörninni... Ísland er ljóðrænt land öfgafullra andstæðna og í þeim öfgum þróast sprengikraftur lífsvilja míns.

Ég hef breyst svo mikið undanfarna mánuði og þekki sjálfa mig ekki lengur. Ég þurfti að snúa mér í marga hringi í flugvélinni á heimleiðinni og leita að áratugalöngum ferðanaut mínum flughræðslunni. Það var sama hvað ég leitaði og sama hvað flugvélin hristist flughræðslan lét ekki á sér kræla... ég tel að þetta sé eitt af verðlaunum breytts lífstíls. Ég er að sleppa hendinni af ótta, gremju, sekt og reiði og með þeim tilfinningum sleppi ég líka þeim varnarvegg sem "fitan" hefur veitt mér. Ég upplifi að því fyrr sem ég sleppi hendinni af neikvæðum tilfinningum því fyrr léttist ég... þarf semsagt ekki lengur að fela mig fyrir sjálfri mér í ofáti.

Kannski er ég bara enn áttavilt og ekki í tengslum við raunveruleikann... kannski er ég komin á hraðbyr í mergrunarheimi og kannski á ég á hættu að geta ekki stoppað þegar kjörþyngd er náð - var einmitt að horfa á þátt á skjá 1 um átröskun miðaldra kvenna þar sem "konurnar" gátu ekki stoppað og fóru í hina áttina í sjúklega anorexíu!!! Gæti þetta líka orðið minn raunveruleiki??? Vonandi ekki, því svo lengi sem ég get deilt daglegri líðan með öðrum ofætum og fylgt bataveginum þá er bara ein leið til og það er leiðin til heilbrigðis, hvorutveggja líkamlegs og andlegs.

Minn matseðill í dag var:

Sojapönnukaka úr 1 eggi, 25 gr sojahveiti, áfengislausir kökudropar, 1 tsk matarsódi, 1 tsk xylitol.
1 epli soðið í xylitoli og sett yfir pönnukökuna ásamt kanel xylitoli
100 gr vanillu skyr.is

Hveitikíms flatkaka úr 30 gr hveitikími og 20gr rautt pestó, 1 tsk matarsódi
50 gr ostur
180 gr blandað salat
15 gr blue cheese salatsósa

KM
200 gr blómkál (soðið og stappað með 1 tsk xylitol, salti og citrónupipar)
200 gr rófur (soðnar og stappaðar með 1 tsk xylitol og salti
100 gr laukur, paprikka og pastasauce með hvítlauk
100 gr steikt hakk

Setti blómkálið fyrst í eldfast mót og rófurnar þar ofaná.. síðan kjötið og svo sósuna ofaná.. lét þetta svo bakast við 200° í ofni í 10 mín.. Mjög góður réttur, svona eins og Sheperds pie..


laugardagur, ágúst 28, 2004

224 - Gargandi anægd

Jæja, sidasti dagurinn og madur er ad drepa timann adur en madur fer i loftid i kvold med thvi ad kikja i budir!!! Fann mer tvennar buxur og truid thvi domur: stærdin er komin nidur i 40 ... keypti semsagt buxurnar fyrir 430 dkr og 1 stk ledurjakka i stærdinni 40 a 900 dkr... argigargigarg og eg sem var i no. 42 thegar eg for ad heiman og elsku bondinn dro upp veskid thar sem eg er komin med fyrirframgreitt kreditkort og allir minir aurar bunir :-) hihihihi ...
Og svo annad enn betra, fann restaurant sem er med allt sem eg ma borda og er ekki amast vid thvi thott eg dragi upp vigtina mina : Greeke buffett og eg hlakka mikid til ad borda grænmeti i sma sosu (sem er logleg thar sem enginn sykur er i henni).
I gær bordadi eg a Jensens bøffhus mjog gott nautakjot og var salatbarinn thar mjog godur, gat samt sem adur ekki tekkad a innihaldi sursada grænmetisins thannig ad eg trudi thvi ad allt væri i lagi thar ... eg er ad gera allt rett.
Fekk sma taugaafall i morgun thegar eg for nidur ad borda morgunmat, thad hefur alltaf verid mitt uppahald i utlandiu ad borda hrærd egg, bacon og pylsur og nog af braudi...
Nu thegar eg var buin ad vigta min 50gr hræd egg, 25gr bacon og 25 gr pylsa asamt thessum eina avexti minum fannst mer virkilega litid um hituna og kom a mig sma skeifa... eg var svong og gradug og vildi minn mat.. en tha var mer hugsad til gamalla daga thegar eg var i sukkinu og spurdi sjalfa mig hvort eg vildi fara til baka i alla verki, haa blodthrystingsins, magaverkjanna og taugaveiklunarinnar... tha var svardi nei.. nei... nei... eg skipti ekki ut thessari lidan og ekki sidur utlitinu sem er ordid sma skvisulegt ef fimmtug kona ma vera gella/skvisa!!!...
Fyrir tha sem ekki vita tha vigta eg og mæli skv. greysheet kerfinu sem er 12 spora kerfti. Eg vigta 3 maltidir og ekkert a milli mala... tek ut allan sykur og sterkju og les innihaldslysingar a øllu sem er pakkad eda dosad... t.d. sykur og sterkja mega vera i 5 sæti innihaldslysingar eda ofar.
Eg er himinlifandi yfir thessum tveimur vikum i frii, att yndislega stund med barnabornunum a eydieyju her i Danaveldi ;-) ekki alveg eydieyja en frekar ut ur... haldid mig i frahaldi og haldid utan um bonda minn sem var ad greinast med medfæddan hjartagalla (sjokk thar sem vid erum ekki buin ad fa allar rannsoknir og erum ad bida fretta hversu alverlegt eda "ekki" alvarlegt thetta er).
Eg hef semsagt ekki bordad yfir tilfinningar og haldid mitt programm med studningi folks i kringum mig.

föstudagur, ágúst 27, 2004

223-224´Køben here I am

Jæja tha er eg komin til Køben eftir super audvelt ferdalag med rutu og lest.. by by Møn og hid rolega danska sveitalif.
Buin ad borda morgunmat og hadegismat a gøngu og svo er bara ad finna ser restaurant sem er med salatbar og ætti thad ad vera audvelt.
Eg vona ad solin skini a morgun svo eg geti rølt og rølt og rølt og nad thannig af mer nokkrum grømmum.
Hlakka svo til ad komast heim i rumid mitt og rutinuna.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

216-222 - næstum a heimleid

Tha er thetta sidasti dagurinn her a Møn og a morgun er haldid til Kaupmannahafnar og svo heim a laugardagskvoldid. Eg hef getad haldid mer i frahaldi hingad til og hef grun um ad eg se komin nidur fyrir 70kg af thvi hvad fotin hafa rymkad hja mer.
Get ekki verid annad en anægd med sjalfa mig og thad ad geta sveigt hja ollu sukkuladi, køkum og ødru sem manni er gjarnt ad borda - og svo lika ad geta vigtad og mælt a veitingastødum er frabært.
Hef ekki getad lesid alla posta hinna sem skrifa en fer i gegnum tha thegar heim er komid.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

211-215 I Danaveldi

Jæja - thetta er ad ganga enn tho svo madur se i utlandinu. Samt sma skritid ad geta ekki leyft ser thad sama og adrir. Hef tho bordad godan mat en is og annad sælgæti verdur ad bida betri tima. Eg sting svolitid i stuf en thad verdur bara ad hafa thad.
Frabært vedur hingad til og a morgun ætlum vid til Koben i Tivoli næs næs.
Vonandi hafid thid thad sem best.

laugardagur, ágúst 14, 2004

205-210 - 1.6kg fóru og orðin 71.3kg samtals 18kg farin

Vigtaði mig 4 dögum fyrr en planið segir til um enda að fara í loftið seinnipartinn í langþráð sumarfrí. Í þetta sinn er ferðinni heitið til Danaveldis í tvær vikur og vonast ég eftir bæði góðu veðri og þess að ég detti ekki í matarsukk.
Er búin að pakka öllu niður sem á að stuðla að góðu fráhaldi og einnig góðu skapi og jákvæðni. Veit alveg að ég sting í stúf við aðra sem ekki vigta og mæla en betra er að stinga í stúf í heilbrigðum lífstíl en vera öll í lamasessi vegna ofáts.
Það er alltaf ákveðin flugkvíði í mér og smá kvíði við að fara á staði þar sem ég þekki ekki til, en ég er alveg viss um að allir hlutir gangi upp hjá mér.

Ég vonast til að finna "netcafe" á eynni sem ég verð á svo ég geti fylgst með öðrum bloggurum sem eru að koma úr sínu sumarfríi.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

201-204 - Litlir rigningadropar

Lífið er gott og ég er sátt við sjálfa mig eins og ég er í dag. Meðan ég næ að halda fráhaldið og borða minn mat án þess að meiða mig þá er ég ánægð.
Ég tek mörg lítil skref í átt að breyttu lífi sem leiðir af sér betri heilsu og jákvæðara viðhorfi til alls í kringum mig.
Ég er að reyna að gera matseðilinn minn fjölbreyttari með þeim matartegundum sem ég borða.
T.d. sojapönnukakan mín um helgar er aðeins að breyta um lit, komst að því að það er gott að skella nokkrum bláberjum út í deigið og baka með.. gefur fallegan lit og gott bragð.
Síðan er ég líka farin að nota sólþurrkaða tómata, þistilhjörtu, marineraða græna tómata út í salatið mitt og nammi namm... maturinn er góður og ekki leiðigjarn.
Á næsta laugardag þá fer í mitt fyrsta fráhaldsfrí til útlanda og þá reynir á býst ég við. Ég ætla samt ekki að hafa áhyggjur af því og geri fastlega ráð fyrir því að koma kílóinu léttari til baka en þegar ég fór.
Ég vigta mig líka á laugardaginn þó svo að það sé fjórum dögum fyrr en ég á að gera.. bíð spennt eftir hvað vigtin segir.
Öll föt er enn að stækka og er nánast ekkert í skápnum sem ég get notað lengur en mér finnst samt að ég geti ekki verið að kaupa of mikið þar sem enn eru ca. 10kg í kjörþyngdina sem ég vill vera í.
Svo mér líður vel, hef borðað rétt og hreyft mig nánast á hverjum degi.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

200 - Tvöhundruðfráhaldsdagar!!!

Heilir tvöhundruð dagar í fráhaldi, ekki bara einn eða tveir heldur margir einn dagur í einu.. kannski er það uppskriftin mín að vera í fráhaldi einn dag í einu.
Hildur spurði um uppskriftina: hún er einfaldlega að ég varð að velja um hvora leiðina sem ég ætlaði að ferðast þar sem eftir er af lífi mínu hér á jörð...
Sjúkdómar og önnur vanlíðan sem herjuðu á mig vegna ofáts voru að buga mig og þurfti ég að velja/þarf enn að velja.. borða skv. ákveðnu kerfi sem aðrar ofætur hafa gert, sumar í áratugi og ná heilsu til baka og auknu sjálfstrausti ásamt væntumþykju í eigin garð, eða að auka við þá heilsubresti sem voru farnir að hrjá mig.
Í dag er ég líka búin að vera svöng, tóm í maganum með gargandi dýr sem öskrar á fyllingu.. ég hef val að gefa eftir og missa móðinn eða tala blíðlega til þessa dýrs og biðja þess blessunar og bjóða því að fara í burt eitthvað annað þar sem það fær fullnægt þörfum sínum á bælingu. Í dag kýs ég að vera í fráhaldi því launin eru ríkuleg!!! Ríkuleg vegna þess að ég ekki bara grennist ég og verð meira sexý (ef fimmtugar kellur geta verið sexý).. ég sef betur, ég fæ ekki hjartsláttaköst, kvíðinn er á undahaldi og þunglyndið virðist hafa farið í frí.. er þetta ekki nóg til þess að neita sér um fyrsta hömlulausa bitann???
Ég hef aðeins lengri reynslu en margar ykkar hér þó svo ég hafi aldrei farið yfir 100kg þyngd (mitt hármark var 89.3kg) en ég var búin að grennast og þyngjast um tugi kílóa síðan ég byrjaði í megrun 57kg fyrir 20 árum síðan... þess vegna veit ég að megrun dugar mér ekki. Ég verð að finna nýjan lífsstíl og halda mér við hann. Ég ætla mér að halda mér á þessari braut og það helst það sem eftir er.
Súkkulaðidraumar elta mig á röndum, mig langar til að sökkva tönnunum í mjúkan marengsins drukknuðum í kókósbollum og rjóma.. laumast út í sjoppu og sporðrenna hverjum lakkrísdraumnum á fætur öðrum ofan í mitt neðra heilahveli (við höfum tvo heila.. annar er á milli eyrnanna og notar orð og hugmyndir, hinn er í meltingarfærunum og notast við tilfinningar). Draumurinn segir mér að ég geti alveg tekið einn bita en áratuga reynsla segir að fyrsti bitinn leiði til annars bita og svo kemur hömlulausa átið...
Þetta er minn raunveruleiki í dag

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

199 - Hungrið gerir vart við sig

Haldið þið ekki að hungurpúkinn hafi gert vart við sig í dag. Það var eins og það væri einhvert heilabú í maganum á mér sem kallaði til mín og sagði, æiæi, ég er svo tómur hérna niðri, mig vantar eitthvað til að fylla upp í þennan tómleika. Ég lagði svo sem til við hlustir en velti þessari tilfinningu fyrir mér... komst síðan að þeirri niðurstöðu að þetta væru krónískir verkir sem ég hreinlega þyrfti að lifa við en ekki endilega að gefa eftir: maður lifir við þetta eins og síendurtekin höfuð- eða vöðvaverk (sem ég þekki svosem nógu vel til).
Einnig dettur mér í hug að brennslan hjá mér sé orðin meiri þar sem ég á orðið svo auðveldara með að hreyfa mig eftir að ég missti öll þessi kíló... get varla beðið með að fara á vigtina þann 18.ágúst sem að verður að vísu 28.ágúst þar sem ég verð stödd erlendis á vigtunardegi mínum.
Ég er búin að borða góðan mat í dag og minn skammt af pepsí max, svo í kvöld verður aðeins drukkið jasmin te og vatn.
Fór í tæplega klukkutíma göngu eftir vinnu og líður dásamlega vel með það.

mánudagur, ágúst 02, 2004

197-198 - góðir dagar

Helgin er búin að vera fín. Fór í grillveislu í gær og hafði vigtina með mér - ekkert mál á þeim bæ!!! veit svo sem ekkert um hvað fólk segir þegar ég er ekki viðstödd en á von á að það sé þá bara hól fyrir dugnað og eljusemi.
Í dag fór ég í vöffluveislu og tók með mér mitt hveitikímsbrauð, ost, smjör og grænmeti og borðaði hinum til samlætis... fjölskylda mín sem sér mig ca. 1x í mánuði á varla orð yfir því hvað daman er að grennast.
Í kvöld ætla ég að borða marninerað kjúkling í low-carb barbecue sósu, blómkál, lauk og paprikku í karrýsósu og soðnaðar rófur sem ég glái í smá smöri.
Búin að hreyfa mig mikið um helgina, bæði í gönguferðum og sundi.