léttfimmtug

sunnudagur, nóvember 28, 2004

310-316 / Enn á lífi

Dagarnir líða hratt og áður en maður veit þá er aðventan og jólin búin. Fyrir margar okkur er þessi tími barátta við freistingar. Matardjöfullinn er allstaðar. Jólahlaðborð, jólaboð, kökur og tertur.

Ég er búin að fara í mitt fyrsta litla jólahlaðborð "Hereford Steakhouse" - elskulegur kokkur með útlendan hreim tók niður mína pöntun og vigtaði og mældi kjöt og grænmeti - namm - að vísu þurfti ég að senda salatið til baka, þar sem vínber leyndust inn á milli. Þegar ég svo fékk soðna grænmeti og steikina, þá voru þarna á víð á dreif "baby" maískorn... þau eru ekki á mínum lista og fóru sömu leið til baka og fékk ég nýtt soðið grænmeti. Ég tek ofan hattinn fyrir þjónustunni þarna, ekki ein einasta augngota eða pirringur vegna vesensins í mér, ég var bara spurð: Atkins frú? Nei, ekki Atkins, en svipað. Allavega, ég var ánægð og fór södd heim. Ég reyndi að horfa ekki mikið á Ris A´la Mande, súkklulaði frauð og annað mjúkmeti sem þarna var.

Um næstu helgi eru tvö jólahlaðborð, Hótel Loftleiðir ætla að vigta og mæla fyrir mig, en ég á enn eftir að ná í Skíðaskálann og geri það á morgun.

Nú eru próf hjá mér, lokaprófin. Mér tókst það vel upp með vetrareinkun að ná 9.5 í Íslensku, 7.5 í sögu, 8.5 í dönsku og 9 í ensku. Þessar einkanir duga 50% ef ég næ lágmarki 4.5 í lokaprófunum!!!! Eins gott og það náist. Ég er ekkert sérlega stressuð, enda er ég bara að þessu að gamni mínu. Söguna hef ég ekki lesið og þarf ég aðeins að liggja í henni næstu viku, enskan er OK, íslensk málfræði!!! hana skil ég ekki en stauta mig vafalaust í gegnum hana. Danska!!! jahérna, ég er allvega ekki alslæm í henni.

Þrátt fyrir heimsókn Rósu þá hef ég ekki löngun í sælgæti, ég er orðin eins og vaninn hundur, geri það sem mér er sagt að gera og árangurinn sýnir sig í grennri líkama.

Fór í afmælisveislu í gær í nýjum kjól og skóm og tók mig vel út - fólk þekkti mig ekki aftur nema bara af gleraugunum. Einnig í Kringlunni misstu frænkur mínar andlitið þegar þær föttuðu að þetta var ég sem var að tala við þær.

Nújá, læt þetta dug - vona að allar séu í góðu skapi þrátt fyrir freistingar.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

307-309 / Tralllalala

Ég fór í bíó í kvöld með Bumbubönum, skemmtilegt. Flott mynd Bridget Jones, frábær húmor sem Englendingar hafa.´

Var grasekkja um helgina og naut þess að bjóða til mín vinkonum í mat og átti gæðatíma í eldhúsinu. Ég nýt þess virkilega að prófa mig áfram í matargerðinni, finna út nýja og nýja rétti sem henta mínu mataræði. Allavega, maturinn féll í góðan farveg, bæði hjá mér og gestum.

Ég næstum týndi giftingarhringnum í kvöld, hann rann af mér niður í tösku þegar ég var að ná í bíllyklana, svo nú er komin tími til að fara með hringana í minnkun. Þetta er orðin dýr andskoti, þessi léttun, bæði fatalega séð og nú hringlega séð. Ah, en ég sé nú ekki eftir þeim aur - gaman að vera komin með "petit" putta aftur.

Ég fæ ekki betur séð en að ég nái að halda fráhaldi á morgun og hlakka ég til að takast á við nýjan dag.

Vonandi eru allar hressar þarna úti.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

306 / Þyngdin

Aha, það fóru 1.2kg þennan mánuðinn og ég orðin 65.2kg - nokkuð gott. 3.2kg eftir.
Brrr - það er kalt.
Flottust, ég bara kanna ekki á þetta system þannig að ég verð að fá einhvern til að breyta þessu fyrir mig.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

299-305 / Dásamlegt vetrarveður

Það er dásamlegt veðrið, sérstaklega þegar maður horfir út um gluggann. Það grípur mann löngun að vera heima með góða bók, heitan súkkulaðibolla og ristað brauð með osti. Á svona dögum á kyrrð að vera bæði í sál og líkama, en það er víst gamall raunveruleiki. Maður drífur sig á fætur í skammdeginu, borðar sinn vigtaða morgunverð, klæðir sig í úlpu og dregur hettuna fram á andlitið.

Á morgun er vigtunardagur, og á ég vona á því að kíló fari þennan mánuð. Er ánægð með það enda þyngdin að nálgast "kjörþyngdina".

Ég finn fyrir ákveðinni óþolinmæði, ég vil fara að klára þetta svo ég geti bætt á mig mat. Nenni ekki að standa í léttun í kannski tvo til þrjá mánuði til viðbótar. En, ahhh, ég verð að taka í rassgatið á sjálfri mér (dálítið erfitt að vísu) og minna mig á hvar ég var stödd og hvar ég er í dag, svo smá tími til viðbótar er ekki eins og heil eilífð.


Í dag held ég áfram að vigta og mæla þrjár máltíðir, og fráhaldið er enn það mikilvægasta í lífi mínu.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

292-298 / Og það gengur á

Það hefur ýmislegt gengið á síðust daga. Ég er örþreytt og með í maga. Svaf lítið síðust nótt. Það lofaði víst engin manni rósagarði á þyrna. Núna stinga þyrnarnir mig smá, en það er ekki farið að blæða.

Undir svona kringumstæðum, er mjög freistandi að falla. Læðast út í sjoppu þegar enginn sér til og skella í sig nokkrum súkkulaði stykkjum. Eða taka upp á því að halda við ís- og búrskápinn og leggjast hreinlega í skúffur og hillur. Andsk... hafi að ég gefist upp fyrir smá mótlæti og eyðileggji árangur síðustu mánuða.

Dömur, ég semsagt vigta og mæli mínar máltíðir, plana næsta dag, fæ mér ekki á milli mála nema diet gos og læt mig hafa það að plokka þyrnana úr ímynduðum sárum.

Kallinn er að fá sér eina Dominos pizzu og kjúklinga combo, ég fékk mér hveitikímköku (tortillu) með taco sósu, grænmeti, grænmetissósu og 2 eggjum. Síðan ætla ég að detta í diet kókið og horfa á digital sjónvarp í kvöld - ætla að skrópa í skólanum í kvöld, en það er í lagi, les bara söguna og glósa.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

289-291 / Rosa hamingja

Ég er svo happy, ó, svo happy - ég sá litlu krílin mín í dag og sú þriggja ára stafaði BROS af bol sem ég gaf henni!!! genin mín eru svo gáfuð :-) hihihi.. og litli ljúfurinn níu mánaða svo sætur og bláeygður.

Hlutirnir eru að ganga þokkalega upp í mínu lífi t.d. var samið um að ég myndi halda áfram starfi mínu á sömu kjörum og ég samdi um fyrir tveimur árum síðan, nokk gott það finnst mér. Ég fékk líka hrós fyrir það að ekki aðeins blómstraði ég líkamlega, heldur er ég miklu betri í umgengni, detta mér allar dauðar lýs!!!! Jú, það er satt, ég er allt önnur í umgengni síðan ég hætti í þessu ofáti mínu, afþví mér líður betur.

Maður á að standa með sjálfum sér og það hefði ég viljað uppgötva fyrr, en aldrei er of seint að læra nýja siði. Ekki láta aðstæður eða fólk hrekja sig í óheilbrigðan lífstíl með því að kýla sig út af mat, sem fyllir mann bara af sektarkennd. Ég bið minn æðri mátt að minna mig á það reglulega að sætindin og átið fylla mig eingöngu af sekt og vanlíðan.

En, dömur!!! Ég er svöng og fæ ekki nóg að borða. Maturinn er góður, hver einasta máltíð, en maginn vill meira, meira, meira. Ætla samt ekki að gefa eftir, því það eru bara fjögur kíló í þá þyngd sem ég vil vera í. Tveir mánuðir til viðbótar og ég get farið að borða meira. Kannski þá get ég farið að laga kolvetnislausan ís sem ég get nartað í um helgar og á hátíðisdögum.

Í dag borðaði ég:
400 gr AB mjólk
1 epli

30 gr kímkaka - tortilla
100 gr smátt skornar SS pylsur
50 gr taco sósa
15 gr majones
150 gr blandað salat
Úr þessu varð hin fína Tortilla kaka.

100 gr sérlagað svínahakk
150 gr blandað salat
30 gr heimalöguð salatsósa úr majonesi, eplaediki, xylitoli og sítrónupipar
275 gr rófur
50 gr steiktur laukur
25 gr Low Carb tómatsósa frá Heinz (fæst í heilsuhorninu í Hagkaupum)

Namm, namm, namm - síðan er ég núna að drekka epla-kanil te.