léttfimmtug

fimmtudagur, september 29, 2005

Dagur 6 og allt er vel

Þetta er að ganga vel. Ég komin í fráhald andlega og tilfinningalega og finnst sem ég þurfi ekki að borða meira en það sem ég ákveð fyrir mig.

Finn strax mun hvað ég er öll léttari andlega og hvað líkamanum er farið að líða betur án alls þessa sykurs og einfaldra kolvetna.

Borðaði vigtaðar og mældar tvær máltíðir og svo 1x á diskinn í matarboði í gær, ekkert nammi. Fór að vísu í Kringluna með dóttur minni og barnabörnum og fékk mér Cappucino létt (fjörmjólk) m. kanil - "lovely"

Það að vinkonur mína væru að sukka smá í "súkkulaðirúsínum" uppáhaldinu mínu hreyfði ekki við mér og var ég þakklát fyrir það.

Ég hlakka svo til þegar aðeins fer að víkka á fötunum sem ég er í núna... mín er orðin smá framstæð og mjúk til lenda.

þriðjudagur, september 27, 2005

Dagur 4 - Ekki allt sem sýnist

Ekki er allt sem sýnist. Í morgun fékk ég hugrekki til að stíga á vigtina! Já! Svona er þetta, snúi maður til baka til fyrra lífernis þá þarf ekki nema 16 vikur til að bæta á sig 12kg sumsagt plús 750gr á viku.

Þessi litli lágvaxni kvenmaður er búinn að ná því að verða aftur orðin 75kg og hvað gera menn nú?

Föt eru æði þröng og ekki vantar nema ca. 2kg upp á að allt þurfi að kaupast á nýtt, ekki er hægt að skipta um föt eins og um mitt síðasta sumar. Andþyngsli eru aðeins meiri og lyfjaskammtur vegna blóðþrýstings hefur hækkað um 12.5mg - bakflæði, vöðvaverki og ekki talandi um að fúllyndi sækir á þessa góðu konu.

Ég samt tel mér það til tekna að vera byrju aftur, vigta og mæli og tilkynni til míns sponsors... það er ég sem er ábyrg enginn annar fyrir heilsu minni og lífi.

sunnudagur, september 25, 2005

Dagur 2 - kominn í gírinn aftur

Mín er komin í gírinn aftur - búin að taka út öll einföld kolvetni, vigtin aftur komin á sinn stað og borðaðar þrjár máltíðir á dag.

Mér líður eins og að ég sé að sleppa úr helvíti, átið var orðið þvílíkt. Ég er ekki að ráða við sælgæti, hvítt hveiti, sykur eða lauslátt át - verð að hafa fastar skorður í því sem ég borða.

Enn og aftur er ég farin að elda þannig að mér þykir gott að borða og er líkaminn minn að byrja að jafna sig á á öllum þessum ofauknu kaloríum og "sykurviðbjóði" sem hann hefur fengið í sig sl. þrjá mánuði.

Það eru að vísu ekki nema ca. 6kg sem ég þarf að losna við en ég hef enn ekki farið á vigtina og mun ekki fara á vigtina í bráð, en miðað við þau föt sem ég passa í núna og hvenær ég passaði í þau síðast þá er ég nálægt 70kg - sem er dömur mínar og herrar 8kg meira en fyrir þremur mánuðum síðan, 3kg á mánuði x12 eru 36kg á einu ári haldi ég áfram að nauðga innyflum mínum.

Er búin að plana morgundaginn matarlega séð.

sunnudagur, september 04, 2005

Já! lífið er val

Það er eitt sem víst er fyrir mig: lífið er ekki megrun eða átak, til þess að mér geti liðið vel þarf ég breytta hugsun og breyttan lífsstíl einn dag í einu.

Ég á eitthvað svo erfitt með að komast aftur á gott ról eftir að hafa hætt í fráhaldi fyrir 8 vikum síðan, ég er alltaf að fara að byrja á morgun, á morgun, á morgun.

Samt, ég er í fínum málum, ekki feit og ekki grönn, heldur bara eins og kona á að vera á mínum aldri - smá mjúk, það sést á maganum að ég hef borið börn, aðeins fylling í vöngum og á höku sem leyna vaxandi hrukkum.

Ég er sátt af því það er valið mitt í dag.

Ég reyni að fara þannig að líkama mínum að ofgera honum ekki, hvorki með ofáti eða svelti - ég næri hann eins og hann á skilið og ég viðra hann eins og hann þarf til að halda til þess að fleyta mér "sálinn" áfram í þessu lífi.

4kg til eða frá svokallaðri kjörþyngd, er ekki það sem skiptir höfuðmáli.